Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 94

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 94
416 Nýjar bækur. IÐUNN íslenzkir lesendur með næmum málsmekk fá ekki notið hennar eins vel og ella myndi, hefði höf. ekki verið svo nýkominn heim, er hann sendi hana frá sér. — Fæstum mun hafa verið það kunnugt, að Jakob Thor- arensen fengist við sagnagerð. Þeim, sem þektu ljóð hans — og þeir voru margir — hefði þó ekki þurft að koma það svo mjög á óvart, að hann gæti skrifað sögur. Kvæði hans allmörg benda ótvíræðlega í þá átt, að hann muni vera sagnaskáld engu síður en ljóðskáld. Hann sækir oft yrkisefni sín í sögur og sagnir. En ekki nóg með það: mörg af beztu kvæðum hans eru sögur í bundnu máli og sýna, að hann er fundvís á söguefni., Skal eg, þessu til sönnunar, benda á kvæði eins og »Utburður« og »Dulagjá« íStillum, »Hrossa-Dóra« íKyljum, »Hrefna á Heiði« og »Eldabuskan« í Sprettum, »Sambýlið á ]öðrum« í Snæljósum, »Boðflennan« í Iðunni í fyrra, og mætti þannig lengi telja. Nú hefir ]. Th. í bili hlaupist undan merkjum hjá ljóðadísinni og sent á markaðinn sína fyrstu sögubók. Er það í alla staði hyggileg ráðabreytni nú á þessu met- ári rímsmíðisins. Ekki er heldur að efa það, að hinir mörgu vinir hans víðsvegar um land taki með jafnmiklum fögnuði þessari nýju bók hans eins og hinum fyrri. Á undanförnum árum hafa birtst nokkrar smásögur í Eimreiðinni og Iðunni undir dulnefninu Jón jöklari. Hafa margir leitt getur að því, hver sá höfundur væri, og flestir getið skakt. Nú er gátan ráðin, því tvær af þessum sögum er að finna í bók ]. Th.: »Helfró«, sem Eimreiðin flutti fyrir nokkrum árum, og »Hneykslið«, sem birtist í Iðunni á árinu sem leið. Áuk þess eru í þessu safni þrjár nýjar: Skuldadagar (dýrtíðarsaga úr Reykjavík), Hlátur og Hmur vatnanna. I sögum þessum koma fram allir beztu kostir ]. Th. sem skálds. Hann hefir jafnan verið athugull á marg- vísleg fyrirbrigði mannlegs lífs og mannlegrar náttúru, djarfur og hispurslaus, orðheppinn og styrkur í máli. Hann er einn þeirra rithöfunda, sem eiga sérsvip. Og með sögum þessum kemur nýr — eða að minsta kosti óvenjulegur — tónn inn í sagnagerð okkar: humorinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.