Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 48
370 Upton Sinclair. IÐUNN 3. Einkenni verzlunarstéttarinnar liggja öll á sviðinu milli betlara og stigamanns, — hver venjulegur prangari er yfirleitt sinn helmingurinn af hvoru. Boðorðið er aðeins eitt: Láttu ekkert hindra þig frá að ná í peninga ná- ungans! Því hærra sem kemur upp í prangarastigann, því andstyggilegri verður manntegundin. Farandsalinn og smákaupmaðurinn hafa á sér flest einkenni betlarans, tunguliprir, umkomulitlir og auðsveipir; engin óvirða er þeim gerð svo hrapalleg, að þeir firtist, heldur lofa þeir hverjum einum að troða á tám sér eftir vild, ausa yfir sig ókvæðisorðum og skella á sig hurðum, meðan þeir eru að reyna að snuða út úr náunganum fáeina skild- inga; en þegar ofar dregur í stigann, hverfa betlaraein- kennin fyrir köldum ofstopa stigamannsins. I stórburgeisn- um á yfirgangs-ástríðan sér ekki framar nein takmörk; með aðstoð borgaralegrar Iöggjafar gerir hann hverja grein menningarinnar að verktóli sínu til að geta óhultur flekað lýðinn og blekt, meðan hann er að kreista blóð- uga skildingana undan nöglum hans; einkum leggur hann stund á að gera sér meðul upplýsingarinnar undirgefin og lætur með hverju tungli hleypa af stokkunum heil- um flota af fölsuðum hugsjónum handa skrílnum; óþarft er að taka frarn.. að allar þessar »hugsjónir« eru í eðli sínu aðeins varnargarðar fyrir bankainnieign hans. Hann hegðar sér ekki framar eftir öðru siðferðislögmáli en ástríðu sinni eftir auknu valdi. Honum er alt leyfilegt. Almenningsálitið, dómstólarnir, lögreglan, herinn, — alt stendur þetta í þjónustu hagsmuna hans. í stofur stjórn- arráðshallanna eru síðan settir liprustu umboðsmenn stórburgeisanna, — ógeðslegustu fótaþurkur ránvaldsins, sem lýðurinn er narraður til að kjósa með hjálp almátt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.