Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 63
IÐUNN Ungir rithöfundar. Halldór Kiljan Laxness. Fyrir nokkurum misserum héll Sigurður Nordal há- skólakennari einn af hinum skemtilegu og fræðandi fyr- irlestrum sínum í einum af samkomusölum höfuðborgar- innar. Meðal annars, sem þá bar honum á góma, voru uppeldisáhrif mikilfenglegrar náttúru með hrikalegri feg- urð hennar og ótömdum öflum á ungar mannssálir, og hann tók til dæmis og samanburðar pilt úr Öræfunum og strák úr Mosfellssveitinni og sýndi, hversu jöklar og sandar, fárviðri og hættur, vegleysur og vatnaföll stæla sálarkrafta piltsins úr Öræfunum og þroska vit hans og karlmensku, en strákurinn úr Mosfellssveitinni verður -sofandi sauður fyrir áhrif brúa og vega, lögbundinnar umferðar og bifreiðaskrölts og svo nágrennisins við hina syndum spiltu Babýlon íslands, Reykjavík, þar sem engin hætta stælir vitsmunina, því að strákurinn úr Mos- fellssveitinni veit, að bifreiðunum má ekki aka ofan á hann. Erindið var, eins og vant er, sannlegt og fagurt, en einhverjum, sem á hlustaði, fanst undarlegt, hversu veruleikanum gæti stundum skotið skökkum við sann- indin — ekki að eins heilagrar kirkju, heldur líka vís- indanna stundum —, þegar hann sá, að í tveimur sæt- um hlið við hlið á sama bekk sátu piltur úr Öræfunum, að vísu myndarlegur og vel af guði gefinn, eins og mörg íslenzk ungmenni eru hvarvetna, sem betur fer, og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.