Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 93

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 93
IÐUNN Nýiar bækur. 415 andinn mun geta séð, að bók eins og þessi hefir þrjár aðalhliðar: Hún lýsir menningarástandi viss tímabils undir vissum kringumstæðum eins langt og svið hennar nær, hún skýrir frá sögulegum viðburðum og mönnum, en aðalhlutverk hennar kemur fram í hinu þriðja: að lýsa sálarlífi því, sem veldur þroska, þróun, breytingum og athöfnum mannanna*. Sá höfundur, sem velur sér slíkt verkefni, ætlar sér auðsjáanlega meira en meðalhlut, og er það vel, að ungir rithöfundar færist mikið í fang, ef nokkur von er um að þeir valdi viðfangsefninu. Hvernig hefir nú Brekkan tek- ist að ná þessu þrefalda takmarki? Dómur um það getur vitanlega alt af orkað tvímælis, en að mínu viti hefir honum tekist það vel yfirleitt. Við lestur bókarinnar fær maður talsvert glögga hugmynd um líf og menningu þeirra tíma. Höf. notar heimildir Njálu, það sem þær ná, en síðan írskar heimildir, þar sem Njálu þrýtur. Er ekki að efa það, að mikil vinna liggi á bak við bók eins og þessa. En það, sem rnest veltur á, er auðvitað meðferð skáldsins á efninu: bygging sögunnar og framsetning, mannlýsingin o. s. frv. Og er þar skemst af að segja, að höf. hefir tekist að blása lífi í þetta mikla efni; vér lifum með í rás viðburðanna og tökum innilegan þátt í baráttu og örlögum þeirra manna, sem frá er sagt. Eink- um er lýsingin á Bróður, klofningnum og ólgunni í sál- arlífi hans, skapferlisþróun hans, er leiðir til svo grimmra örlaga, vel gerð. Harmsögu hans hefir höf. gefið þann mátt og það spennimagn, að hún líður seint úr minni. Hér er áreiðanlega skáld að verki. Brekkan hefir dvalið langvistum erlendis og orðið rit- höfundur á erlenda tungu. Því miður ber bókin nokkur merki þess. Stíll hans er að vísu glæsilegur víða, stund- um magnaður að kyngi, stundum yljaður lýriskri glóð. En málið er oft miður íslenzkulegt. Mætti nefna mörg dæmi þess, en eg nenni ekki að fara í smálegan sparða- tíning, og það því síður, sem hér er um að ræða skáld- rit, stórbrotnara, djarfara og ríkara en við eigum að venjast. Bókin er þrekvirki, en þó er leiðinlegt til þess að vita, að málið á henni er sumstaðar þannig, að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.