Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 29
IÐUNN Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum. 351 líkama mannsins. Það er ekki óhugsandi, eftir því sem komið hefir fram í sálarrannsóknunum, að Glámur hafi einhvern kraft getað fengið frá sínum jarðneska líkama og staðið í einhverju dularfullu sambandi við hann. Lengra verður ekki farið. Það er allsendis óaðgengilegt að hugsa sér, að það sé rétt í frásögninni, að Grettir hafi höggvið höfuðið af þeim líkama, sem hann fékst við, og að sá líkami hafi verið brendur á báli. Svo er annað mikilvægt atriði: álög Gláms á Gretti og þau áh.if, sem þau álög hafa á líf hans þar á eftir. Vér verðum að hafa það hugfast, að höfundar fornsagna vorra eru ekki síður skáld og listamenn orðsins en sagnaritarar. Það er vitanlega mikið sannsögulegt í forn- sögum vorum. En það er líka mikill skáldskapur í þeim, og það er ekki hvað sízt skáldskapurinn, er gefur þeim það mikla gildi, sem í þeim er fólgið, svo að jafnvel hvert læst barn hefir yndi af þeim eftir ein 700 ár. Gætum nú að, hvernig ástatt er um Gretti Asmundar- son. Hann er af ágætismönnum og höfðingjum kominn í báðar ættir. Hann er með afbrigðum vel að sér ger bæði til sálar og líkama. Hann er einhver mestur íþrótta- maður, sem sögur fara af á þessu landi. Vitsmunirnir og andríkið stendur naumast neitt að baki atgjörfi líkain- ans. Þrátt fyrir mikla þverbresti í skapgerðinni er hann vafalaust inst inni drengskaparmaður. Og hann er ein- hver mestur ógæfumaður landsins. Þessum glæsilega kappa er bygt út úr samneyti við aðra menn. Um tuttugu ár rekst hann um fjöll og firnindi, lifir við skort og hugarkvöl, útskúfaður, hataður og fyrirlitinn. Eg veit ekki hvar finna á öllu átakanlegra harmsöguefni. Höf- undur Grettissögu er skáld, mikið skáld. Hann leitar að dýpstu rökum þessa undarlega óláns. Honum finst engin venjuleg atvik þessa heims fullnægja sem rök fyrir slíku

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.