Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 92
414
Nýjar bækur.
IÐUNN
frá þeirri stundu er Bróðir búinn að gleyma fortíð sinni
allri. Ástin á þessari jarðnesku konu vekur hann sem af
draumi, umhverfir honum á einu vetfangi úr draumlynd-
um meinlætamanni í harðhuga viking. Lífsþorstinn brennur
honum í blóði. Þráin eftir afrekum, frægð og frama rekur
hann áfram. Hann kastar trúnni og hverfur aftur að á-
trúnaði feðra sinna, gerist blótmaður hinn mesti og temur
sér fjölkyngi á forna vísu. Hann gerir félag við Ospak
víking, og þeir fara víða um heim, herjandi og rænandi.
En í draumum Bróður vakir ávalt — eins og skær
stjarna — minningin um og ástin á droiningunni írsku.
Henni getur hann ekki gleymt; til fundar við hana er
förinni heitið, á hverju sem veltur; að fá að njóta hennar
er lífstakmark hans. Alt annað — fjársöfnun, frægðar-
orð, valdabarátta — er aðeins hjálpartæki, sem eiga að
opna honum leiðina í faðm hennar.
Svo dregur að Brjánsbardaga — úrslitaorustunni um
það, hvort norrænir víkingar eigi að ráða yfir Irlandi eða
Irar sjálfir undir forustu Brjáns konungs, sem nú er giftur
Kormlöðu. Drotningin sjálf og æltmenn hennar efla upp-
reist gegn konungi og leita liðveizlu hjá víkingum. Bróðir
er þar kominn, og fær Kormlöð því ráðið, að honum er
falin yfirstjórn hersins og heitið virðingu og völdum. Nú
stendur hann við takmark vona sinna.
En — dag skal að kveldi lofa. Brjánsbardagi endar
með sigri hins kristna írska konungs. Bróðir er nú heill-
um horfinn. Hann kann ekki lengur að stjórna skapi
sínu. I bardaganum vegur hann samherja sinn og keppi-
naut, Sigurð jarl úr Orkneyjum, gerist þar með griðníð-
ingur og teflir um Ieið sigrinum úr hendi sér. Og þegar
andi hefndarinnar birtist honum í líki Þorgils Orraskálds
hins gamla og hvítskeggjaða — þessa manns, sem einu
sinni hefir bjargað lífi hans og um leið svarið honum
hatur og hefnd — þá ærist hann og flýr. Og eftir að
hafa unnið enn eitt níðingsverk, er hann vegur að Brjáni
konungi varnarlausum, lýkur hann lífi sínu með hrylli'
legum hætti utan við múra Dýflinnarborgar. Harmsaga
hans er á enda.
Höf. farast þannig orð í formála að bókinni: »Les-