Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 55
IÐUNN Uplon Sinclair. 377 hálfa upp undir augnalokunum. Geti maður skotið í tré- andir, sem synda eftir streng inni í byrgi, fær maður yndislegan postulínshund í verðlaun. Sé maður nógu hittinn til að geta skotið í samstæðu af borðbúnaði og mjölbrotið hana, verður maður þannig aðnjótandi sannrar gleði fyrir fimm cent. Hilti maður með knetti á h. u. b. tuttugu metra færi í takka á vegg, þá bilar standpallur undir svertingja og hann fer á bólakaf niður í heljar- mikið ker fult af vatni; verð aðeins fimm cent. Á einum stað eru fáklæddir kvenmenn til sýnis, sem reka fæturna á víxl upp í loftið, en úti fyrir dyrum þeirrar búðar stendur töframaður, sem útmálar fegurð þeirra af ótru- legri mælsku; aðgangur tíu cent. Síðan eru dúnkar fullir af glingri, jú, það eru meira að segja sjálfblekungar og úr innan um, og fyrir fimm cent hefir maður rétt til að veiða þann hlut upp úr, sem maður ágirnist helzt, en verkfærið, sem til þess á að nota, er þannig í laginu, að ekki er nema einn möguleiki á móti tíu, að maður veiði annað upp úr dallinum en þrjár — fjórar hnotbaunir. En fyrir framan hverja búð standa nokkrir menn, hel- bláir og hásir af gríð, og halda endalausar ræður af öllum lífs og sálar kröftum, hver um dásemdir sinnar búðar. Þetta eru herrar markaðsbúðanna. »Herrar mínir og frúr, ungir og gamlir, — aðeins fimm cent, — komið og reynið. Vinnið fagrar gersemar eða glæsileg verðlaun. Hér er tækifærið, einmitt hér. Hér er veraldarinnar mesta undur. Reynið lukkuna. Handsamið undrið. Aðeins fimm cent . . .« Oskur þessi frá hundr- uðum búða blandast í ærandi klið, samfeldan og sífeld- an, með málmgjallandi undirspili frá hringekjum og alls- konar músikdósum, en umhverfis lukkupottana gengur ekki á öðru en albogaskotum og hnippingum . . . hér

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.