Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 67
IÐUNN Ungir íithöfundar. 389 hefir hann víða náð svo mállugu valdi á viðfangsefni sínu, að af ber. Það hlýtur að vera hverjum manni, sem smekkur hans er ekki steinrunninn af hleypidómum, unun að lesa þá bók eða að minsta kosti marga kafla hennar; svo snjallar eru margar lýsingar þar á umhverfi, atburð- urn og innra lífi sögufólksins og slíkt nýjabragð er að málinu sums staðar, stíl og framsetningu. Svo sem nauðsynlegt er fyrir mann, sem er að læra til höfundskapar, hefir Halldór leitað kynna af margvís- iegum efnum, og er þá eðlilega margt, sem heillar næma æskumannssál, að minsta kosti um stundarsakir, ekki sízt það, sem hefir mikilfenglegt ytra byrði. Af slíkum rótum er það vísast runnið, að Halldór tekur um þessar mundir kaþólska trú. Slík hugarfarsbreyting lætur ekki penna höfundar í friði, sízt, ef utanaðkomandi tilefni skapar einnig sérstaka hvöt, og slíkt henti Halldór. I hinni frægu bók sinni, »Bréfi til Láru«, er út kom í árslok 1924, hafði Þórbergur Þórðarson otað blikandi brandi sínum allóþyrmilega að hinu mikla nátttrölli kvöld- landanna, kaþólskri kirkju, og greip þá Halldór þegar vopn sín til varnar þessu átrúnaðargoði sínu og skrifaði í svipan og gaf út í byrjun næsta árs varnarrit fyrir kaþólsku kirkjuna (»Kaþólsk viðhorf«, 1925), og verður því ekki neitað, að fimlega er þar haldið uppi vörninni, svo óhægt sem hlýtur að vera í varnaraðstöðu fyrir slíkan málstað, ef honum er haslaður völlur á sviði skynseminnar. Með þessum ritsmíðum hafði Halldór þegar vakið á sér athygli allra bókmentalega hugsandi manna hér á landi, þótt misjafnir væru dómarnir um hann og skiftar skoðanir um, hvað úr honum ætlaði að verða, en með næsta riti sínu, er kom út að honum hálfþrítugum (»Vef- arinn mikli frá Kasmír«, 1927), fer hann eldi um land- 25 löunn XIII. V

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.