Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 48
370 Upton Sinclair. IÐUNN 3. Einkenni verzlunarstéttarinnar liggja öll á sviðinu milli betlara og stigamanns, — hver venjulegur prangari er yfirleitt sinn helmingurinn af hvoru. Boðorðið er aðeins eitt: Láttu ekkert hindra þig frá að ná í peninga ná- ungans! Því hærra sem kemur upp í prangarastigann, því andstyggilegri verður manntegundin. Farandsalinn og smákaupmaðurinn hafa á sér flest einkenni betlarans, tunguliprir, umkomulitlir og auðsveipir; engin óvirða er þeim gerð svo hrapalleg, að þeir firtist, heldur lofa þeir hverjum einum að troða á tám sér eftir vild, ausa yfir sig ókvæðisorðum og skella á sig hurðum, meðan þeir eru að reyna að snuða út úr náunganum fáeina skild- inga; en þegar ofar dregur í stigann, hverfa betlaraein- kennin fyrir köldum ofstopa stigamannsins. I stórburgeisn- um á yfirgangs-ástríðan sér ekki framar nein takmörk; með aðstoð borgaralegrar Iöggjafar gerir hann hverja grein menningarinnar að verktóli sínu til að geta óhultur flekað lýðinn og blekt, meðan hann er að kreista blóð- uga skildingana undan nöglum hans; einkum leggur hann stund á að gera sér meðul upplýsingarinnar undirgefin og lætur með hverju tungli hleypa af stokkunum heil- um flota af fölsuðum hugsjónum handa skrílnum; óþarft er að taka frarn.. að allar þessar »hugsjónir« eru í eðli sínu aðeins varnargarðar fyrir bankainnieign hans. Hann hegðar sér ekki framar eftir öðru siðferðislögmáli en ástríðu sinni eftir auknu valdi. Honum er alt leyfilegt. Almenningsálitið, dómstólarnir, lögreglan, herinn, — alt stendur þetta í þjónustu hagsmuna hans. í stofur stjórn- arráðshallanna eru síðan settir liprustu umboðsmenn stórburgeisanna, — ógeðslegustu fótaþurkur ránvaldsins, sem lýðurinn er narraður til að kjósa með hjálp almátt-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.