Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 4

Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 4
Engillinn við gröfina. Sólbjarmi hins fyrsta páskasunnudags rís og hellir geislaflóði yfir Jerúsalem, liina helgu horg. En borgin sefur. Hún valcnar seint eftir veizluglaum og fagnaðar- söngva laugardagsins, er var páskahátíðardagur Gvð- inganna. Þennan páskalaugardag hafði fólkið líka haft óvenju lega margt lil að skrafa um og margt stuðlað að því, að lialda horgarlýðnum vakandi fram eftir sunnudagsnótt- inni. Daginn áður, á föstudaginn, hafði Jesús verið krossfestur með ræningjunum á Golgata. Mönnum hafði orðið tíðrætl um þá alburði á páskalaugardaginn. Þessi Jesús hafði orðið svo undarlega við dauða sínum, svo gjörólíkt því, sem menn höfðu gjört sér í hugarlund. Hverskonar smán hafði liann tekið með hógværð og still- ingu, nærri því eins og honmn fyndist liróp og smánar- yrði fjöldans vera sér óviðkomandi. Og' þegar liann hékk á kvalakrossinum, þá var eins og ásjóna lians breyttist, ummyndaðist í himneska dýrð. Og hann hað Guð að fyr- irgefa þeim, sem liæddu liann og' deyddu. „Faðir! fjrr- irgef þeim, því að þeir vita ekki livað þeir gjöra“, sagði hann. Var þetta ekki undarlegt! Hinn dæmdi aumkaði dómarana. IJin sigraði kenndi í hrjósti uin sigurvegar- ana og hað Guð að fvrirgefa þeim. Aldrei hafði því líkt heyrzt fyrr. Og svo myrkrið, þessi geigvænlegi sorti, sem byrgt hafði sólina, þegar Jesús gaf upp andann. Jafnvel jörðin sjálf hafði titrað og bifast eins og harmilostið brjóst, þegar manns-sonurinn vár deyddur. Og frá muster- inu hafði loks horizt fregn um það, að fortjald lielgi- dómsins hefði rifnað þennan undarlega dag, Hvað hoð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.