Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 19

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 19
Kirkjurilið. Sjá, liðið er á nóttina. 137 VI. Nítjánda öldin blés í lúðra fyrir frelsinu. Sumum fannst sem boðorð trúarbragðanna fjötruðu lífið og gerðu það leiðinleg't. Þeir gripu tækifærið með hinum nýju hugsanastraumum að brjóta þetta ok af sér. Þess- ir eyðendur og andstæðingar fornra dyggða hugðu, að uppreist æskunnar gegn trú og siðahugmyndum fortíð- arinnar myndi bera mikla lífshamingju að garði. En liefir þetta reynst svo? Sjálfur Thomas Huxley komst svo að orði, að aldrei væri maðurinn settur i meiri vanda en þegar honum væri algerlega frjálst að gera eins og honum sýndist. Og dæmin um þetta eru deginum ljósari. Kynslóð nútímans, sú, sem brotizt hef- ir undan öllum forboðum og öllum erfðavenjum, hefir enga guði, enga ]u-esta, enga konunga, ekkert foreldra- vald og engan aga, hún er ekki sælli að heldur. Sjá, fangelsisdyrnar standa opnar og hamingjan ætti að blasa við. En hvar hittum vér þetta fólk? Allt of margt af því dansandi kringum gullkálfinn, í glaumnum, krjúpandi við óminniselfi Bakkusar, í hamslausri leit að nautnum og skemmtunum, sem enga gleði veita, taugaveiklað og þreytt á lífinu milli tvítugs og þritugs. Óhjákvæmilega hlýtur tilfinning tómleikans og til- gangsleysisins að grípa alla þá, sem tapað bafa trú sinni á hinum lifanda Guði. Þó að mennirnir geti um stund gleymt sér við liina jarðnesku lífsbaráttu, koma ein- einhvern tíma þær stundir, þegar menn fara að spyrja sjálfa sig að því, livort allt þetta amstur sé ómaksins virði. Jafnvel skemmtanirnar verða leiðinlegar. Eftir- sókn hamingjunnar vansæl leit. Þetla vissi Prédikar- inn allt fyrir ára þúsundum. „Ég sagði við sjálfan mig: Gott og vel. Reyndu gleð- ina og njóttu gæða lífsips. En sjá, einnig það er hégómi: Um hláturinn sagði ég: Hann er vitlaus, og um gleðina: Hverju fær hún til vegar komið? Mér kom til hugar að gæða líkama mínum á víni — en lijarta mitt skvldi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.