Kirkjuritið - 01.04.1944, Síða 21

Kirkjuritið - 01.04.1944, Síða 21
Kirkjuritið. Sjá, liðið er á nóttina. 139 dimmu dyrum“ o. s. frv. (B. R.: Mysticism and Logic bls. 54 og 56). Þannig hugsa og finna til hinar göfugustu sálir, sem týnt liafa trú sinni á Drottin: . Öryggið er horfið, tilgangur lífsins er liorfinn, gleði lífsins er horfin! Getum vér þá gefið kyiislóð nútímans þetta allt til baka? Og hvernig eigum við að fara að því ? VII. Þess hefir nokkuð orðið vart, einnig á meðal vorrar þjóðar, að reynt hefir verið að befja viðnámið gegn binni vaxandi upplausn i trúarefnum, sem lýst hefir verið hér að framan, með nýrri trúarvakningu, sem aðallega er fólgin í því að hverfa aftur til blindrar bók- stafstrúar. Reynt er að gera Biblíuna aftur að því milcla ábrifavaldi, sem hún áður var, með því að ganga sem mest á snið við alla gagnrýni, og telja hana með van- trúarsyndum, þar sem hún beinist að sannindum, sem æðri séu öllu mannlegu viti, opinberun frá Guði sjálf- um. Þeir, sem ballast á þessa sveif, telja sig að jafnaði frelsaða og sérstaklega af Guði útvalda vegna þessarar blindu trúar á ])að, sem þeir kalla „Guðs orð“, en er í raun og veru aðeins þeirra eiginn skilningur á Guðs orði. Veilan í þessari hugsun er sú, að engin sannindi, sem bafin eru yfir mannlegt vit, geta orðið mönnum að liði í trúarlegum efnum, og maðurinn getur ekki trúað á neitt í raun og sannleika, sem stendur í mótsögn við skynsemi hans. Slík trú hlýtur ])essvegna óbjákvæmi- lega að vera sjálfsblekking, sem stafar af skorti á sál- fræðilegri menntun og rökvísri hugsun. Sannleikurinn er sá, að allir bókstafstrúarmenn trúa i raun og veru engu síður eftir sínu eigin höfði en aðrir. Aðeins ganga þeir með þá meinloku í höfðinu, að þeir liafi fyr- ir sérstaka Guðs náð öðlazt þann eilífa sannleika, án

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.