Kirkjuritið - 01.04.1944, Síða 28

Kirkjuritið - 01.04.1944, Síða 28
Apríl-Maí Vorljóð. Inni í skógi og úti í mó yndi nóg er vakið. Ekkert bjó mér unað [ió eins og lóukvakið. Ennþá geymir muni minn margkyns ljóð og sögur, líka sæta sönginn þinn sumarkvöldin fögur. Þennan kæra unaðsóm, sem ekki er mönnum laginn. Sjafnarmál og Sólarljóð syngurðu allan daginn. Þú hefir löngum sungið sætt með sumarröddu þinni, þú hefir ástarelda glætt innst í sálu minni. Því skal mæra minning þín mér í huga geyma og aldrei, litla lóan mín, ljóðunum þínum gleyma. Þegar leggst ég síðsta sinn á svarta moldardýnu, syngdu ástaróðinn þinn yfir leiði mínu. ,/óii Eiríkssort.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.