Kirkjuritið - 01.04.1944, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.04.1944, Blaðsíða 32
150 Sigurður Stefánsson: Apríl-Mái. vissri kynslóð? Kemur oss t. d. í hug nokkurt það menningarlegt fyrirbrigði nútímans í vísindum, listum, verklegum eða andleg- um efnum, er eigi sé að meira eða minna leyti í tengslum við for- tíðina? Enda þótt slíkt hafi e. t. v. fyrst nú orðið að áþreifan- legum veruleika, er það ekki samt arfur hins li.ðna? Er ekki til þess sáð af fyrri kynslóðum? Erum vér ekki raunar í einu og öllu, stóru og smáu, að uppskera ávextina af iðju þeirra og striti? Erum vér ekki sí og æ að ganga inn í vinnu þeirra, sem hafa erfiðað, á svo margvíslegan hátt að njóta góðs af því, sem þeir sáðu og oft lögðu svo mikið í sölurnar fyrir? Ég býst við, að það orki vart tvímælis. Hér eru svo augljós sannindi, að eigi þarf um að deila. Og fjarri fer því, að þau séu yfirleitt viðurkennd, sem skyldi, eða eftir þeim farið í hvívetna. Það sorglega er, að þeir, sem uppskera, gleyma stundum þeim, sem að sáningunni unnu. Það er því miður staðreynd, sem víða þekkist. Og í voru þjóðfélagi ekki síður en annarsstaðar, a. m. a. til skamms tíma. Ég á ekki við það, að við yfir höfuð sýnum litla eða enga rækt sögulegum minningum. Vér dáum „feðranna frægð“ og lítum með lotningu til þei.rra, sem um liðna tíð héldu vörð um heiður ættjarðar vorrar og unnu dáðrík störf þjóð vorri til nytja og blessunar. Vér mættum að vísu oft muna betur þau nöfn, sem þannig ber af mestan ljóma. En vér eigum þau samt — mörg þeirra — virðum þau og elskum. Ég átti við hitt, að elzta kynslóðin í landinu, gamla fólkið, sem tvímælalaust stendur oss þó næst af þeim, er á undan fóru, nýtur ekki alltaf hjá oss maklegs þakklætis, fer ósjaldan á mis við laun, sem vér alveg áreiðanlega skuldum þvi. Fæst af þessu fólki á sér þau nöfn, sem lengi geymast. Þeir eru ekki margir af hverri kynslóð, sem lifa sig inn í endurminn- ing þess komanda fyrir unnin störf og drýgðar dáðir. Flestir bíða þau örlög að gleymast með öllu næstum jafnskjótt og þeir hverfa frá starfi, nema þegar bezt lætur, að nánustu vinir muna þá. En inn í vinnu þessara manna erum vér samt gengin, vér, sem enn erum að þiggja af lífinu svo margvíslegar gjafir, erum að njóta þess að vera til. Hagsæld vor og hamingja byggist í svo mörgu tilliti á því, sem þeir hafa erfiðað, enda þótt það sé hvergi skráð né tölum talið. Beint og óbeint eigum vér arðinn af striti þeirra og stríði, fórnum þeirra og baráttu, uppskerum það, sem vér ekki höfum unnið að — heldur þeir. Og þetta eru eins mikil sannindi fyrir því, þó að oss kunni e. t. v. að finnast meir til um ýmislegt, sem vor eigin kynslóð, sú, sem enn er í fullu fjöri, hef- ur afrekað, heldur en hin fyrri og kannske nokkur önnur. Hafi oss tekizt að komast spori lengra í einhverju, var það vegna þess,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.