Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 38

Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 38
April-Maí. Óskir og afrek. Einu sinni var fátækur bóndi að plægja akur sinn. Þá kom til lians gömul völva eða spákona. Hún sagði honuin, að þetta strit hans og stríð yrði allt árangurs- laust. Síðan henti hún lionum á stórt grenitré í skóg- inum. „Þetta tré átt þú að fella“, sagði liún. „Þá mun þér vegna vel.“ Bóndinn fór að ráðum spákonunnar, fann tréð og felldi það. Um leið og það féll, datt úr toppi þess hreið- ur með tveimur eggjum. Þau brotnuðu bæði, og úr öðru þeirra kom ungur örn, en í hinu lá lítill gullhring- ur. Örninn óx nú óðfluga, og er liann var orðinn á stærð við mann, hóf hann sig á flug og sagði: „Þú hefur leyst mig úr álögum. Þiggðu að launum af mér hring þann, er var í liinu egginu. Hann er óskaln ing- ur. Ef þú snýrð honum á fingri þér og óskar einhvers um leið, þá mun það þegar rætast. En það er aðeins ein ósk í hringnum. Mundu það. Þegar þú ert búinn að óska þér liennar, þá missir hringurinn allan undramátt og verður að venjulegum hring. Hugsaðu þig þessvegna vel um áður en þú notar óskahringinn, svo að þú þurfir ekki að iðrast neins“. Bóndinn þóttist nú hafa himin höndum tekið, dró hringinn á fingur sér og hélt heimleiðis. Á leiðinni heim hitti hann gullsmið, sýndi honum hringinn og spurði, hvers virði hann væri. „Varla eyris virði“, svaraði gull- smiðurinn. Þá sagði hóndi honum, að þetta væri óska- hringur, og hann væri meira virði en allir hringarnir hans. Við það vaknaði ágirndin hjá gullsmiðnum. Hann bauð bóndanum gistingu hjá sér um nóttina. Og er bóndinn svaf, dró gullsmiðurinn hringinn af fingri hans

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.