Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 40

Kirkjuritið - 01.04.1944, Side 40
158 Þorgnýr GuSmundsson: Apríl-Mai. eftir“, sagði hann. „Og þó liöfuin við eignazt allt, sem við viljum. Lánið leikur við okkur, það má nú segja“. En konan skildi ekkert i manni sínum, að hann skyldi ekki nota óskina. „Þú vinnur baki hrotnu og lætur þann- ig heztu árin líða. Stórbóndi, konungur, keisari gætir J)ú orðið, og átl allar hirzlur fullar af peningum, en þú getur ekki ráðið af, livað velja skuli“. En hóndi sal við sinn keip. Hann sagði, að enginn vissi, hvað síðar kynni að höndum að hera, og þá gæti þurft á hringnum að halda. „Hefur ekki allt blessast og dafnað hjá okkur, síðan við eignuðumst hringinn, svo að alla rekur í rogastans? Vertu róleg. Þú getur velt þvi betur fyrir þér, hvers við eigum að óska“. Svo fór að lokum, að þau hættu að ræða um óskina og hringinn. Hamingjan l)rosti við þeim. Fátæku lijón- in voru orðin efnuð og áttu nóg af öllu. Bóndi vann úli Iivern dag frá morgni til kvölds. Og eftir vinnutíma á kvöldin sat liann rólegur og ánægður úti fyrir húsdyr- um sínum og ræddi við nágranna sína og ýmsa aðra, sem að garði har. Þó bar það við stöku sinnum, er hjónin voru ein, að konan minntist á hringinn og stakk upp á einhverju. En bóndi eyddi þvi alltaf. Hann svaraði jafnan, að einatt kæmu manni beztu ráðin i hug siðasl, og það var sjakln- ar og sjaldnar minnzt á hringinn. Stundum sneri hóndi honum á fingri sér. En liann varaðist að nola óskina. Árin liðu. Og er bóndinn og kona lians voru komin að fótum fram, var óskin enn ónotuð. Loks auðsýndi Guð þeim þá miklu miskunn að láta þau deyja bæði sömu nóttina. Svo var bóndinn grafinn með hringinn, sem hann áleit óskahring, en var þó ekki annað en venjulegur hringur. Þó hafði hann haft svo mikla gæfu í för með sér, sem frekasl varð á kosið. — Enginn veit, hvar og hvenær saga þessi gerðist, ef hún hefir þá átt sér stað í raun og veru. Til þess mun

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.