Kirkjuritið - 01.04.1944, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.04.1944, Blaðsíða 50
Kristindómsfræðsla barna. Úr bréfi frá húsmóður. Kristindómsfræðslan í landinu var aðalumræðuefni yðar, oí! var það að vonum. Ég vona, að yður detti ekki í liug, að 'það, sem áfátt er i þessum efnum, sé af trúleysi yfirleitt. Fólk er trú- að, margir hverir, alveg eins og áður, aðeins með nokkuð breyttum liætti. Stendur ekki skrifað: „Sýn mér trú þína af verkunum“. Yfirleitt var breytni manna áður á tínium miklu verri en nú, bæði við menn og málleysingja. En það er annað, sem nú er að hverfa úr tífi manna, það er iotningin fyrir öllu guðlegu, bæði í orðum og athöfnum, og þetta er ákaflega mikill missir, því að með ])essu móti þverrar lirifningarliæfileikinn hjá mönnunum, en án hans er lífið för um eyðisand. En þessir vankantar, sem eru á kristindómsfræðslunni, stafa mjög mikið af þvi, að börnin verða að læra svo margt annað. Það er heilt syndaflóð af bókum, sem hellt er yfir þessa vesl- inga á aldrinum frá 9—14 ára, og alit þetta eiga þau að vera búin að læra á þessum fáu árum, án þess að vera eiginlega svo andlega þroskuð, að þau geti lært allar þessar „fræðir“, sein ég kann ekki að nefna. Og svo er liið æðsta og bezta látið sitja á hakanum, sem sagt, perlan er lögð lil hliðar, en glerbrotin, hism- ið er hirt, það á að vera veganesti ungmennanna út í lífið. Siðfræði eiga lieimilin sjálf að kenna. Ef ég ætti nú börn á náms- aldri, þá myndi ég ekki hirða um að láta þau læra allt, sem nú er fyrirskipað, hvað sem fullnaðarprófi liði. Það eru til önnur stærri próf, þegar komið er út í lífið, og frá þeim prófborðum er gott að fara með háa einkunn. Úr bréfi frá leikmanni. Um samvinnu presta og kennara er ekkert ofmælt hjá yður. En hvernig á að fara að þar, sem t. d. 2 kennarar eru við barna- skóla, og annar er afskiptalaus um alla kristindómsfræðslu, en hinn ofstækisfullur postuli, sem vægast sagt ekki livetur, held- ur máske það gagnstæða, börnin lil messugjörðar, af þeirri ástæðu, að presturinn flytji ekki hreint og ómengað Guðs orð? Hver er nú heppilegri leiðtogi barnanna? Ég fyrir mitt leyti kýs þann fyrnefnda, því án hans ihlutunar get ég nokkurn veginn óátalið stjórnað barni mínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.