Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 8

Kirkjuritið - 01.09.1953, Side 8
154 KIRKJURITIÐ hefir orð eilífs lífs. Þú birtir lög hins alvalda og algóða Guðs, þú, sannleikurinn og lífið. Guð hefir sjálfur lagt grundvöllinn, hinn hæsti höfuð- smiður himins og jarðar, eins og feður vorir komust að orði. Ekkert stenzt með mönnum, nema það sé í samhljóð- an við vilja hans, eða eins og Kristur sagði á sínu líkinga- máli: Sérhver jurt, sem minn himneski faðir hefir eigi gróðursett, mun upprætt verða. En allt, sem reist er á vilja Guðs, varir um aldir alda. Vinnum þannig að frelsi íslands og framtíðarheill: Reisum hátt og traust að Guðs vilja, allir sameiginlega. Sérhver athugi, hvernig hann byggir. Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Gleðilega þjóðhátíð í nafni hans. Bæn fyrir friði. (Úr bréfi frá prófasti). Ég sté hér í stólinn ekki fyrir löngu síðan og gerði að um- ræðuefni heimsvandamálin og þá sérstaklega ófriðarhættuna. Eina úrræðið taldi ég bænina, því fyrir hennar aðgerðir hefðu og gætu enn orðið kraftaverk. Tillögu bar ég fram um, að for- ráðamenn kirkjunnar hér á landi ættu hlut að því, að nokkrar mínútur á hverju kvöldi væru í útvarpinu helgaðar bæn áður en því lyki og þá aðallega beðið um frið — frið í hjartað fyrst af öllu — frið Jesú Krists — og svo alheimsfrið. Ef íslenzka þjóð- in stæði þar öll sem einn maður, gæti hún, þessi litla þjóð, orðið þess valdandi, að vopnin yrðu lögð niður í heiminum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.