Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 29

Kirkjuritið - 01.09.1953, Page 29
PRESTASTEFNAN 1953 175 haga framkvæmdum í þessum málum, og mun væntanlega verða gerð nánari grein fyrir því síðar á prestastefnunni. — Nú eru í byggingu prestsseturshús á Reynivöllum, í Árnesi og Sauð- ^auksdal, og verður smíði þeirra væntanlega að mestu lokið nú í sumar. Samkvæmt skýrslum þeim um messugerðir og altarisgöngur, sem ég mun síðar í dag leggja hér fram, voru guðsþjónustur í þjóðkirkjunni árið 1952 samtals 4381, þar af voru barnaguðs- Þjónustur 578. Er tala guðsþjónustna 220 hærri en síðastliðið ár. Utvarpsmessur voru alls 86 og tala þeirra presta, sem þar Prédikuðu, 27; þar af einn erlendur prestur. Altarisgestir í þjóðkirkjunni árið 1952 voru alls 6717, og er það 90 fleiri en n®sta ár á undan. Hinn almenni bænadagur, sá þriðji í röðinni, var haldinn sunnudaginn 10. maí. Er nú að skapast föst venja um það, að þjóðin hafi sinn ákveðna og almenna bænadag hinn 5. sunnu- dag eftir páska. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að þjóðin sé yfirleitt ánægð með upptöku bænadagsins, að kirkjusóknin þennan dag sé yfirleitt mjög góð og þátttakan í deginum al- menn. Þá er líka vel, og þá verður þessi dagur þjóðinni til sannrar blessunar. Á síðastliðnu sumri vísiteraði ég Strandaprófastsdæmi. Flutti prédikun í öllum kirkjum í prófastsdæminu og auk þess er- indi fyrir kirkjugesti, að lokinni guðsþjónustu. Kirkjusóknin var yfirleitt mjög góð og áhugi fólksins vakandi fyrir öllu því, er verða mætti til eflingar kirkju- og trúarlífs í söfnuðunum. Vil ég nota tækifærið til þess að flytja prófasti og prestum, soknarnefndum og söfnuðum innilegar þakkir fyrir ágætar við- tökur og ánægjulegar samverustundir, og árna þeim heilla og blessunar Guðs í nútíð og framtíð. Samkvæmt skýrslu frá söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, hafa alla verið stofnaðir í landinu 165 kirkjukórar, þar af 9 á þessu synodusári. Auk þess að annast kirkjusöng við guðsþjónustur, hnfa kórarnir í ár eins og undanfarið haft sérstakar söng- skemmtanir í héruðunum, og hafa 48 kórar tekið þátt í þeim a synodusárinu. — Söngmót kirkjukórasambanda voru fjögur a árinu:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.