Kirkjuritið - 01.05.1965, Blaðsíða 4
KIRKJURITIÐ
242
Ég fagna komu yðar, sem hingað eruð komnir til presta-
stefnu að þessu sinni. Ég þakka þá samverustund, sem vér
höfum þegar átt í helgidóminum þar sem vér hlutum flestir
lielga vígslu, þakka það orð, sem oss var flutt þar og alla
þjónustu, svo og bæn hvers og eins fyrir þeim verkefnum, sem
fyrir oss liggja þessa fundardaga.
Gott er oss að fá að koma saman. Megi hendur tengjast hlýj-
um tökum, bræðrahendur, og hugir styrkjast, hræðralxugir, og
Jesús Kristur, Drottinn vor, gleðjast yfir öllu því, sem hugsað
verður, mælt og ráðið.
Með þeirri bæn lýsi ég setta prestastefnu íslands 1965.
Ég heilsaði yður með því að lesa kafla úr Hebreabréfinu
(Hebr. 12, 1—13). Þar talar sáluhirðir, þroskaður bróðir í
helgri trú.
Hann skilur þá, sem liann ræðir við og veit allt um þá. Hann
þekkir þá svo vel, að liann þekkir líka mig og þig í dag.
Rit þessa nafnlausa liöfundar fjallar um prestinn. En það
er stílað til manna, sem þarfnast livatningar. Hinn ósegjanlega
mikli og bjarti veruleiki, sem laukst upp fyrir augum þeirra,
þegar köllunin kom, þegar presturinn æðsti, Jesús Kristur náði
sínum mildu, ómótstæðilegu tökum á þeim, hafði ekki lialdið
ljóma sínum lil fulls. Eldmóður hafði dvínað, liugur kólnað.
Þeir gátu minnzt þess, að þeir liöfðu tekið á móti ljósinu og
allt varð bjart. Þeir voru smánaðir — það gerði ekkert til —
liafðir að augnagamni — það skipti engu. Þeir voru rændir
fjármunum sínum — því tóku þeir með gleði, með því að þeir
vissu að þeir áttu betri eign og varanlega. (Hebr. 10, 32—39).
Þessir tímar voru liðnir. Starfið var ekki lengur fögnuður
og náð, fórnirnar ekki hamingja og þakkarefni, haráttan var
liyrði, andstaðan raun, m. a. vegna þess að aðstæðurnar voru
orðnar liversdagslegri í bili, kröfðust ekki áberandi lietju-
skapar, ekki neinna stórmannlegra tilþrifa í viðbrögðuin, hehl-
ur fyrst og fremst vakandi árvekni gagnvart s. n. smámununi.
Skiljum vér þetta? Getum vér sett oss inn í þessa þróun
mála, þessar aðstæður?
Ég býst við því.