Kirkjuritið - 01.05.1965, Blaðsíða 77
KIRKJURITIÐ
315
hann gerði, er hann sagði þessi ógleymanlegu og merkingar-
loiklu orð: „MaSurinn lifir ekki á brau&i einu saman.“
Einungis skepnurnar lata sér nægja að liafa nóg að borða.
Eað að vera maður er einmitt í því fólgið að eiga þrár, sem ná
langt út yfir hinar frumstæðu þarfir. Þá fyrst byrjar maðurinn
að vera maður, þegar þrá hans rís hærra — óendanlega liærra
er kröfur dýrsins. Kristur var sá Ódysseifur, sem frelsaði menn
E’á þessu frumeðli dýrsins með nöktu sverði andans.
I‘<‘r ardua ....
En þar sem baráttan við efnislieiminn er einn þáttur þeirrar
bjálfunar, sem gerir manninn að nianni, var þá ekki eðlilegt,
að hann vísaði þeirri freistingu á bug að sniðganga áreynsluna.
^ egurinn til stjarnanna kostar erfiði og leyfir ekki hóglífi.
bað var freistarinn, sem þjóðsagan lætur segja: Hvíldu |)ig,
bvíhl er góð.
Þess vegna væri enginn vandi leystur, ))ó að skaparinn gæfi
°kkur heimild til þess að leysa öll efnahagsmál með þessum
einfalda liætti að gera brauð að steinum. Það væri víst, að
•nenningunni mundi þá fara hnignandi.
Þó að allir heimti meiri og meiri peninga, virðist árangurinn
af auknu peningaflóði ekki alltaf æskilegur. Jafnvel þjófnað-
Ur og gripdeildir sýnast fara vaxandi en ekki minnkandi. Það
p,'u þess konar úlirif, sem auðfengnir peningar virðast hafa.
Menn verða síður en svo ötulli eða ánægðari, lieldur latari
°ít nieiri sérgæðingar. Af þessu leiðir siðferðileg linignun.
Þetta er sorglegt, en revnslan virðist sanna það. Eins fer
M,eð börn, sem lítið liafa þurft að vinna. Þau læra seint að sjá
sér farborða. Hinir, sem liart uppeldi fengu, urðu löngum
Eirsælli og liæfari til að bjarga sér.
Hégórni og sýndarmennska
ónijur freistingin fjallar um liégómaskap og sýndarntennsku.
Ætti meistarinn að stökkva frarn af þakbrún musterisins og
auglýsa með þessu furðulega athæfi spámannsköllun sína og
'lrottinvald? Margir trúðu því, að hinn komandi Messías ætti
þannig að stíga niður af liimni. Og því mundu þeir vera til,