Kirkjuritið - 01.05.1965, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ
265
ViS fermingarundirbúning skal, auk Biblíu og sálmabókar,
nota kver, sem blotið liafa staðfestingu Kirkjustjórnarinnar,
enda byggi þati á fræðum Lútbers liinum minni.
Fermingarundirbúningstími skal befjast, þar sem því verður
við komið, um leið og skólanám almennt liefst, og spurningum
bagað svo, að bvert barn fái að minnsta kost 30—40 kennslu-
stundir fyrir fermingu. Heimilt er prestum að skipta ferming-
arundirbúningnum á tvo vetur.
Fræðari hafi ekki fleiri spurningabörn í tíma en sem nemur
tölu nemenda í bekkjardeild í skóla.
Fermingar skulu að jafnaði ekki fara fram fyrr en í apríl-
mánuði.
Haustfermingar fari fram í október.
Prófastar skulu fylgjast með fermingarfræðslunni í prófasts-
dæmum sínum, og skulu þeir skila biskupi árlega skýrslu þar
um.
Fermingarathöfnin sjálf fari alls staðar fram eins og helgisiða-
bók þjóðkirkjunnar gerir ráð fyrir.
LeitaS skal sem nánastrar samvinnu við skólana um kristin-
dónisfræðsluna og fermingarundirbúninginn. Gengið er út frá
því, að skólarnir veiti ])á fræðslu í kristnum fræðum, sem gild-
andi námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri mælir
fyrir.
í sambandi viS umrœSur þær, sem farið liafa fram um ferm-
mguna og fermingarundirbúninginn, leggur prestastefnan á-
berzlu á, að prestar geri sitt til að vinna gegn öfgafullum veizlu-
böldum í sambandi við ferminguna og óbóflegum fermingar-
gjöfum, sem óneitanlega draga bugi barnanna frá andlegu gildi
fermingarinnar.
Prestastefna íslands 1965 telur sjálfsagt að kennsla í kristnum
fræðuin fari fram allt skólaárið.
Prestastefna tslands 1965 leggur til að biskup leiti samstarfs
við fræðslumálastjóra um skipun samvinnunefndar kirkju og
skóla varðandi fermingarundirbúninginn og kristindómsfræðsl-
«na.
L.