Kirkjuritið - 01.05.1965, Blaðsíða 80
318
KIItKJURITIÐ
vizku sinni, að' Guðsríki verður aldrei stofnað með valdboði.
Það er ekki liægt að stofna þannig neitt ríki sem varir. Guðs-
ríki kemur ekki fyrr en menn taka að þrá það af skilningi og
til þess þurfa þeir að taka sinnaskiptum. Ríki hans er afleið-
ing sinnaskiptanna og ávöxtur þeirra.
Þess vegna sagði meistarinn: Guðsríki kemur ekki þannig
að á því lieri. Ekki munu menn geta sagt: Sjá, það er hér eða
það er þar. Guðsríkið er liið innra með yður. Það kemur með
vaxandi skilningi en umfram allt með vaxandi kærleika. Þeg-
ar meistarinn hafði gert sér grein fyrir þessu sagði liann: Vík
frá mér Satan!
Gleymum ekki þessu, að meistarinn afneitaði öllu, sem vér
mennirnir sækjumst mest eftir í dag. Og þá komu englar og
þjónuðu lionum. Þá liafði andinn sigrað, þá liafði vitið sigrað
og kærleikurinn. Þá liófst Guðsríkið, og liann gekk út á meðal
mannanna og sagði: Guðsríki er í nánd. Takið sinnaskiptum
og trúið fagnaðarboðskapniiin!
Til er bæn
(Viola Renvall)
Vér vitum ekki að regnið er tákn
og vindurinn boðberi,
að orð eru skrifuð á skýin.
Vér erum næsta blind og lesum aðeins í bókum.
En börnin Ieika sér að táknum
og nema leyndardómsfull sannindi.
Síðar ræna þeir eldri leiknum frá þeim
og gefa þeim steina í staðinn fyrir brauð.
Til er bæn að biðja á hverjum morgni
og önnur til að iðka á hverju kvöldi.
Uppljúk, ó, Drottinn, augum vorum og eyrum
Kenn oss að sjá þig og heyra, þar sem þú átt veg um.
Sigurjón Guðjónsson