Kirkjuritið - 01.05.1965, Blaðsíða 56
294
KIRKJURITIÐ
og ofsókn af liendi þess. Þess eru dæmi að óvæntar og snögg-
ar breytingar geta orð’ið á þessu livar sem er.
Viðhorf manna til vísinda og lista ráða nú líka miklu nieiru
uni afstöðu þeirra til kirkjunnar en áður. Það kostar kirkjuna
lireinskilna rannsókn á því, hvernig fræði hennar standast Ijós
nýrrar þekkingar og hvort hún hefur ekki upp á mikið að
bjóða, sem ekki verði öðlast á öðrum vettvangi.
Engnni dylst að á síðari áratugum liefur hlutur kristinna
fræða og kristinna álirifa verið sí rýrður í fræðslukerfinu og
óneitanlega vilja sumir fremur minnka þann þáttinn en auka
liann í útvarpinu. Enn fremur alls endis óvíst liversu fyrir lion-
um verður séð í sjónvarpinu. Þetta skiptir miklu máli, því hér
ræðir um mestu fjölmiðlunar og áróðurstækin, sem ráðið geta
úrslitum um hugarstefnu fjöldans.
Kirkj an verður skýlaust að sýna og sanna heillavænleg áhrif
sín til menningar og þroska, eigi hún að fá að lialda götunni á
þessum slóðum. Til þess nægir ekki fræðaiðkunin ein. Lífernið
þarf ekki síður að koma til skjalanna.
Allt þetta mál krefst aukinnar umhugsunar og umræðna
allra, sem trúa því að þrátt fyrir öll vísindi og tækni nútím-
ans, sem óneitanlega eru undraverð, megi ekki þau sannindi
fyrnast, sein Kristur boðaði, og að ekki verði lífinu lifað feg-
urr né heillavænlegar en liann gerði.
Þetla er ekkert skýjaskraf. Vér Islendingar sönnum það
daglega á þessari „öld allsnægtanna“ að maðurinn lifir ekki á
brauði einu saman, svo aðeins sé vitnað í ein ummæli meist-
arans.
,,/fð /oi'ííð skal liyggja, ef framtíS skal hyggja“
Stundum kann að vera rétt að grípa til þeirra örþrifa úrræða
í hernaði að hrjóta allar hrýr að baki sér. En eðlilegast og líl-
vænlegast er að allt Jiróist stig af stigi. Einnig mannlífið.
Mörgum er áliyggjefni liversu mikill hluti fólks á blóma-
skeiði, liirðir lítt um fortíðina í flestum skilningi. Það her
þess menjar að vera vaxið upp á styrjaldarrústum, finnst
það ekki eiga neinar verulegar rætur í fortíðinni, lætur sér
mest umhugað að njóta nútíðarinnar, ber ugg í brjósti gagn-
vart framtíðinni.