Kirkjuritið - 01.05.1965, Blaðsíða 12
KIRKJlIRITIf)
250
að Kollafjarðarnesi, lézt 26. okt. 1964 á sjötugasta og níunda
ári, fædd 1. marz 1886.
Ragnliildur Ingibjörg Bjarnadóttir ekkja síra Ásgeirs próf-
asts Ásgeirssonar að Hvammi í Dölum, lézt 4. maí s. 1., á fyrsta
ári yfir nírætt, fædd 9. nóv. 1874.
Þessara mætu kvenna minnumst vér ineð virðingu og Jiökk.
Nýir prestar
Tveir menn liafa tekið prestsvígslu á árinu.
1. Síra Sigurður Kristján Guðmundur Sigurðsson var vígð-
ur í Skállioltsdómkirkju 1. nóveinber 1964, en lionum var veitt
Hveragerðisprestakall í Árnesprófastsdæmi frá 15. okt. s. á.
Síra Sigurður er fæddur 11. janúar 1934 á Isafirði. Eru for-
eldrar lians bjónin Sigríður Gísladóttir og Sigurður Samúels-
son, skipstjóri. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla ts-
lands vorið 1956 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla ís-
lands í janúar 1964. Kona lians er Sigrún Skúladóttir.
2. Ágúst Mattbías Sigurðsson var vígður í Hóladómkirkju á
sunnudaginn var, 20. |>. m., en hann er ráðinn til aðstoðar föð-
ur sínum í Möðruvallaprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi.
Síra Ágúst er fæddur að Möðruvöllum 15. marz 1938, sonur
bjónanna Maríu Ágústsdóttur og síra Sigurðar vígslubiskups
Stefánssonar. Hann varð stúdent á Akureyri 1959 og kandidat
í guðfræði frá Háskóla íslands á þessu vori. Kona lians er Guð-
rún Lára Ásgeirsdóttir.
Vér bjóðum þessa nýju rnenn velkomna í prestastétt með
bæn um blessun og náð.
Lausn frá embætti
Lausn frá embætti liafa fengið:
Síra Guðmundur Benediktsson, sóknarprestur að Barði í
Fljótum. Hann var leystur frá embætti sínu að eigin ósk frá
1. júní 1965, en hefur fallizt á að þjóna kallinu sem settur
prestur til n. k. hausts.
Síra Guðmundur er fæddur 6. apríl 1901, varð stúdent á
Akureyri 1928 og kandidat í guðfræði í Reykjavík vorið 1933.
J