Kirkjuritið - 01.05.1965, Blaðsíða 40
278
KIRKJURITIÐ
„Heldur dæmdu mik, liölda
happvinnandi, þinni
meir af miskunn dýrri,
mætastr, en réttlæti;
lít ok viriV, sem vættík,
valdr blásinna tjalda
hre-ífís, at hjálp of þiggi,
hár, óstyrkdir várar“.
f fornum fræðum segir, að Guð kalli til fjórar dætur sínar
er hann dæmi: Þær Sannleika og Réttlæti, Miskunnsemi og
Frið.
Kristur er vissulega sterkur. Hann frelsar. Kristindómurinn
flytur hoðskapinn um gildi einstaklingsins, mannssálarinnar,
Iiann kennir okkur uin alvöru syndarinnar, en er unifram allt
fagnaðarboðskapur um hjálpræði Guðs í Jesú Kristi. Menning-
arhugtakið er ekki smækkað með þessu.
Of oft fengu menn hjálpræði sitt í liendur dýrlingum og
meinlætamönnuni, en vanræktu sjálfa sig og þroska sinn. Menn
haga sér stundum eins og börn, sem lialda að regnboginn brotni
aðeins og myndist í nokkurri fjarlægð frá þeim, en sé ekki að
verða til í dögginni við fætur þeim, í hári þeirra og við vit
þeim. Ég sjálfur — þjóðin niín — Guð niinn og frelsari. Krist-
in þjóðmenning.
Annar ábóti Munkaþverárklausturs var Nikulás Bergsson.
Hann ferðaðist víða um lönd og er eftir lians fyrirsögn ritaður
„Leiðarvísir og borgaskipun“.
Hann kom á ferðum sínum til Landsins belga. Þar segir hann
frá komu sinni á bakka Jórdanar og, hvað' lionum verður þar
einna fyrst fyrir:
„Út við Jórdan, ef maður liggur----á sléttum velli, ok setr
kné sitt upp ok knefa á ofan, ok reisir Jnimalfingr af knefanum
upp, þá er leiðarstjarna þar vfir at sea jafnhá, en eigi hærra.“
Leiðarstjarna, er Nikulás bugar þarna að, er Pólstjarnan,
hinn mikli áltaviti Islendinga, er þeir héldu lieim til ætt-
jarðar sinnar.
Til er brot úr kvæði eftir Nikulás ábóta Bergsson um Jó-
liannes postula. Þar er fagurlega vikið að Guðs báum himni,