Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 11
JörÖ] FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR 9
en annarlegum, segjum t. d. í heilsu- og læknisfræði.
Hinsvegar er allt, er miðar í andstæða átt við eðlilegt líf,
talið illt. Og þetta gengur jafnt yfir líkama, sál og anda.
Því einingin i tilverunni er orðin mönnum svo miklu ljós-
ari, en áður hefir verið. Þetta á við allt, en þó fyrst og
fremst mannlífið.
Af þessari trú á sannleikann og lífið hlýtur að leiða
ekki minni aukning trúarinnar og kröfunnar til frelsis.
Því að frelsi er einungis hinn viðurkenndi réttur til að
lifa sannleikanum samkvæmt, eðli sínu trútt í trausti til
lífsins, eins og það liggur fyrir af hendi Skaparans; þó
ekki svo, að gengið sé á rétt annara til hins sama.
Því þá er lífið tekið að snúast gegn sjálfu sér. Frelsi
er viðurkenning og framkvæmd alls, sem náttúrlegt
er eftir atvikum, í einföldu samræmi við sannleika og
líf, einlægni og einarðleik. Enda hefir sú orðið raunin á,
að frelsiskröfur og að sumu leyti frelsisframkvæmd síð-
ustu ára, eru að fara óralangar leiðir fram úr öllu, er áð-
ur hefir þekkzt í sögu hinnar norðvestrænu menningar.
Og er þó að vísu ekki meining mín að halda því fram, að
sú breyting stafi eingöngu, eða neitt svipað því, af svo
mikilli framför í hugsjónalegum skilningi almennings á
sannleika og lífi; enda er, sannast að segja, drykkurinn
göróttur nokkuð, sem kneyfður er úr frelsishorninu, enn
sem komið er.
ÞAÐ hlýtur nú að vera auðskilið öllum, að hér er um
að ræða þær breytingar í hugsunarhætti og þar af leið-
andi yfirleitt í félagslífi, menningu, trú mannkynsins,
sem hljóta að reynast örlagaþrungnar. Það þarf ekki að
grannskoða málefnið til þess að sjá í hendi sér, að hin
stórkostlega breyting getur brugðizt til beggja vona.
Haldi einlægnin braut sinni beinni, þá leiðir hún vitan-
lega til æ meiri þekkingar á sannleikanum, auðsveipni við
hann. Á það lagið er Kirkjunni ætlað að ganga. Hún, sem
trúir á Konung Sannleikans, Sannleikann sjálfan — hún
hlýtur jafnt í hverju einstöku sem yfirleitt að leita sann-
leikans og veita honum allshugar fylgi. Enda er ekki svo