Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 13
Jörð]
FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR
11
tíma, að auðnast að komast í hjarta sínu til svo miklu
dýpri skilnings á því, er fagnaðarerindið hefir frá
öndverðu boðað, lífinu sjálfu, en undanfarnar kyn-
slóðir. Nú er að reynast þeim vanda vaxinn, er svo mik-
illi vegsemd fylgir: tileinka sér lífið frjálsmannlega og
með þakkargerð; helgast í raun og veru samkvæmt hinni
nýju og óumræðilega víðari og gleðilegri þekkingu —
helgast sjálfur og helga allt úr frá sér.
Víkkun helgunarhugsjónar vorra daga er á tvo vegu:
annarsvegar að því er snertir hvern einstakan mann;
hins vegar nær hún út yfir einstaklinginn til mannfélag-
anna.
Að því er snertir hið fyrra, þá hefir þekkingogskilning-
ui' nútímans í för með sér þá víkkun þess aðalatriðis í
kristinni trú — og raunar allri æðri trú, hverju nafni
sem nefnist, — sem er helgunin, að hún nær nú ekki að-
eins til andans, heldur og til sálar og líkama í þeim skiln-
ingi, að allt þetta eigi að rækta til æ vaxandi þroska,
beinlínis dýrðar; m. ö. o. til að leiða í Ijós, eftir fönguvn,
alla þá dásemd, sem Skaparinn liefir lagt eins og máttu-
leikafræ niður i náttúru hvers manns, Ukamlega og sálar-
lega sem andlega. Helgunarhugsjónin og þar með skyld-
an er að opinberast kristnum nútímamanni sem hugsjðn
algers manns; hugsjón hins sannmannlega. Um leið sést
heilagur réttur alls náttúrlegs lífs; alls, er Skaparinn
hefir skapað og áskapað. En það er nú það, sem heitir
frelsi, og rætt var um áðan. Það er að verða opinbert
kirkju vorra daga, að helgun er ræktun alls, sem GvJð hef-
ir skapað og áskapað, ræktun þess samkvæmt þess eigin
éðli til æ meiri þroska: þróttar, fegurðar, gleði, gagns —
varanleika; ræktun þess alls — undir stjórnandi hugsjón
kærleikans.
Að því er snertir hitt atriðið: vikkun helgunarinnar úl
yfir hinn einstaka mann til mannfélaganna jafnt hinna
stærstu svo sem ríkis, sem hinna smæstu svo sem hjóna-
bands eða heimilis, þá hafa hinar undursamlegu framfar-
ir síðustu tíma í viðskiftalegum efnum, til framleiðslu og
félagslegrar tækni gert ljóst, hvað dæmi Samverjans