Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 82
76
NATTÚRA Otí SIÐMENNÍNG
[ Jörð
Rómaveldi hið foma, til dœmis að taka, var hið ytra
glœst menníng, en vel-sœmilega maðksmogið og mann-
dáða-rýrt, sem heild, enda hrundi það í rústir, þegar
æðri náttúru-völd, ljetu siðmenníngar-snauðar þjóðir,
gera enda á drambi þess og innan tómu tildri. Einhliða,
ytri siðfágun og óhóflegur auður, hefur ætíð endaö í
ógaungum og sjálfs-eyðíngu. En það merkilega eða und-
arlega gerist, — eklcert lærist. Sama andlega skilníngs-
leysið, á kennslu reynslunnar. En reynslan heldur hik-
laust áfram að prjedika þúsundir ára, þángað til spá-
maður eða spámenn vakna, rísa upp og láta lífið, í þjón-
ustu sannleikans, til þess að bjarga fjöldanum frá and-
logri glötun. Flestir frelsarar hæddir og hraktir, píndir
og limlcstir, af ríkjandi djöflum siðmenníngar, kaþólsk-
um og hvaða »rjett-trúnaðar« sem er.
ÞJóÐALÍFS-reynslan er ávallt sú sama, að mannheim-
ur þessi er sjálfum sjer eigi nógur. Mennirnir eru varla
meira en hálfvitar. — Þjóöir fœðast í skauti móður
náttúru. Þeim er gefið tœkifœri til þess að spila á eigin
spýtur, upphaflega í sjálfræði, til þess að einstaklíngar
þeirra og þær, geti lært af reynslu, að bjarga, fyrst sjer
og sínum, síðan flokks eða fjelags heild sinni ■ og að
lyktum þjóö sinni — öllum. Reynslan hefur viljað vera
seinsótt þekkíng, til þróunar og góðverka, samhyggðar
og samvinnu. »Reynslan er sannleikur«. Einstaklíngar og
þjóðir vilja eJcki trúa sannleikanum, þótt þær og þeir
marg-reki sig á fullveldi hans og áreiðanleik. Hann fer
beint, en eigi króka. En þrákelkni síngirninnar, ein-
staklínga og allra þjóða, lætur sjer ekki segjast. Ein-
staklíngar og þjóðir skifta ekki um skrið, þótt blóðugar
benjar, líkamlega ’ eða sálarlega, œpi á þá og þær, að
læra nú loks af reynslunni — rjettlætis-gyðjunni. —
Uppskeran af ráðsmennsku stórvelda, yfir og fyrir tugi
miljóna — í þeim efnum saklausra — manna, hefur
ætíð verið: einþykknislegt glapræði og að lokum tortím-
íng þess ríkis, sem heggur í annars garð, í sjálfshagn-
aðar skyni. Siðmenníngin hefur ætíð verið og er ein-