Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 48
46
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörft
menn hata Mótmælendur. Gríska kirkjan er upp á móti hvorum-
tveggja.
Hvers vegna skapaöi Guð heim, sem hann hefði átt að vita um,
að myndi undirorpinn hinu illa; þar sem óþokkar eru til, sem
græða fé á hungri annara, slá peningamynt af þolinmæði fátækl-
inganna og- svita þrælana? Þar sem menn, sem eru fantar og
sníkjudýr, hafa völdin, og réttlátir menn rotna í fangelsum; þar
sem, — í stuttu máli sagt, — Kristur er krossfestur? Hver er á-
byrgur fyrir slíkum heimi?
Trúið þér því einlæglega, að til séu margir drengilegir, kristnir
menn, sem hafa hinn sanna lýðholla anda Krists? Hvernig skýrið
þér það kynflokksyfirlæti, sem Vesturlandabúar sýna? Hverskonar
kristilegur andi er það, sem kemur Ástralíumönnum, Kanadamönn-
um og Bandaríkjamönnum til að spoma við að Indverjar flytji
inn í lönd þeirra og njóti þar sömu réttinda og þeir?
Sannar styrjöld sú, sem nú geisar — styrjöld milli fylgjenda
Krists — að eitthvað er bogið við kenningu hans?
Hugsum oss að fjórir menn standi hver hjá sínu horni ferhyrn-
ings og að þeir vilji allir komast að miðdepli ferhyrningsins. Þeir
ganga þá allir hver í sína áttina og koma þannig að miðdeplinum.
Til eru mörg- trúarbrögð, en öll leiða þau menn að miðdeplinum:
Guði. En leiðirnar eru ekki hinar sömu? Hvers vegna segið þér,
að það sé aðeins ein leið? Það eru margar leiðir. Það er ekki hægt
að tiltaka sama lyfið gegn öllum sjúkdómum.
í fyrirlestri yðar í gærkvöldi genguð þér út frá því sem vissu,
að allar sögurnar í guðspjöllunum séu sannar. Getur það ekki
verið, að höfundarnir, sem voru ekki menntaðir menn, hafi annaft-
hvort rangfært eða ýkt? Getur ekki verið, að hrifningin og ákaf-
inn hafi leitt þá afvega, svo að dómgreindin sljófgaftist og þeir
skrásettu meira að segja ósannan orðróm, sem varð til meftal fá-
fróðrar alþýðunnar?
Ég ann Kristindóminum þess sannmælis, að ég álít, að heimurinn
myndi, ef honum væri stjórnað eftir strang-kristilegum kenning-
um, verða her um bil Paradís. En reynslan færir oss heim sanninn
um þá ófögru staftreynd, að það er kristni maðurinn, sem hefir
sölsað undir sig meiri hluta hnattarins með rangsleitni og heldur
honum á valdi sínu með harðstjórn. Er það ekki þess vegna rétt-
ara fyrir trúboðana, aft leitast við af öllum kröftum hjartans og
heilans að þroska siðgæði eigin trúbræðra, í stað þess að stunda
þessa grágæsaveiði: aft kristna heiðna menn; því að þegar allt
kemur til alls er fjöldi játendanna alveg óviðkomandi veldi trúar-
innar?
Hvernig stendur á því, að hjónaskilnaðir eru einn þáttur krist-
indómsins á Yesturlöndum?
Er Georg konungur sannur, kristinn maftur? (Siðan bcnti spyrj-