Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 228
212
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
[Jöið
læknar vissu minna um taugasjúkdóma en í'rönsku lækn-
arnir. Ég var meira að segja kallaður til Lundúna til
sjúklings þar. Engin furða að ég yrði dálítið upp rneð
mér og reyndi að gera það bezta, sem ég gat. Ég þekkti
ekki sjúklinginn, en hafði læknað einn ættingja hans.
Þetta var mjög alvarlegt tilfelli, vonlaust, sögðu tveir
enskir læknar, sem stóðu við sjúkrasængina, þegar ég
kom og rannsakaði sjúklinginn. Svartsýni þeirra hafði
smitað allt húsið, og vilji sjúklingsins til afturbata var
lamaður af þrekleysi og hræðslu við dauðann. Það er
mjög trúlegt að ensku læknarnir hafi kunnað sjúkdóma-
fræðina sína betur en ég, en ég vissi eitt, sem þeir vissu
auðsjáanlega ekki: að ekkert læknismeðal verkar eins
vel og von og að minnsti vottur af svartsýni í andliti eða
orðum læknis getur kostað líf sjúklingsins. — Án þess
að lýsa þessu sjúkdómstilfelli nánar, er nóg að segja frá
því, að það sem alvarlegast var, var röskun á jafnvægi
taugakerfisins. Læknarnir horfðu báðir á mig og ypptu
öxlum, þegar ég lagði hendina á enni konunnar og sagði
blíðlega, en þó ákveðið, að hún þyrfti ekkert morfín und-
ir nóttina; — hún myndi sofa samt og vera friskari eft-
ir nóttina, og ef allt gengi vel, myndi hún vera úr allri
hættu þegar ég færi frá London næsta dag. Nokkrum
mínútum seinna var hún sofnuö, fast og rólega, um
nóttina lækkaði hitinn meir en ég bjóst við, slagæðin fór
að slá reglulega, og um morguninn brosti hún til mín og
sagði að sér liði miklu betur.
Móðir hennar bað mig um að vera kyrr í Lundúnum
einn dag enn, til að athuga heilsufar frændkonu sinnar
sem væri víst mjög athugavert. Maður hennar, ofurstinn,
vildi að hún leitaði til sérfræðings í taugasjúkdómum,
en sjálf hefði hún til einskis leitað til Dr. Philips, en
hún væri viss um að allt yrði gott ef frændkona sín að-
eins eignaðist barn. — En hún hefði andúð gegn öllum
læknum og myndi ekki fást til að leita til mín, en hún
ætlaði að koma því þannig fyrir, að ég yrði látinn sitja
viö hlið ofurstafrúarinnar, svo ég gæti að minnsta kosti
myndaö mér skoöun á þcssu tilfelli. •— Máske gæti Char-