Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 64
62
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[JÖl'ð
Ég' var staddur í hóp hindúskra stúdenta og Múhameðs-
trúar-stúdenta í ashram borgarinnar ...... Einn stúdent-
anna sagði skyndilega: »Herra! Væri það yður ógeðfellt,
að skýra oss frá, hvað hefir gjört líf yðar að því, sem það
er?« Mér varð nærri því bilt við. Spurningin kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Því að það var ekkert í samtal-
inu, sem hafði gefið tilefni til hennar sérstaklega. En
spurningin var borin upp svo ósjálfrátt og með svo fals-
lausu yfirbragði, að ég gat ekki annað en horfið fi'á því,
sem ég var að tala um og sagt þeim hæglátlega og með
bæn frá því, hvernig Guð hafði tekið ómaklegt líf, er lif-
að var við löst,*) og gjört það heilt af nýju; og hvernig
hann hefði fyllt sæla sál mína lofsöng þessi tuttugu ár,
sem síðan væru liðin. Þegar ég hafði lokið þessari frá-
sögu tók einn af þeim til máls og sagði: »Nú erum vér á-
nægðir, herra; það var einmitt þetta, sem oss lék hugur á
að heyra«. Eftir samkomuna komu nokkurir af stúdent-
unum heim með mér og vér sátum á tali um þetta nokk-
urar klukkustundir. Seinna um daginn mæltust nokkurir
ungir kvenstúdentar eftir viðtali við mig. Þegar ég
spurði hvað þær vildu tala um við mig, svaraði ein þeirra
og sagði: »Vér erum djúpt snortnar af því, sem þér sögð-
uð í morgun um persónulega reynd yðar. Er yður nokk-
uð á móti skapi, að segja oss meira um þetta?« Vér sát-
um svo góðan tíma þarna á gólfinu og fundum, að hinn
lifandi Kristur var nálægur oss öllum. Hjörtun brunnu í
oss, þegar vér töluðum við hann og töluðum um hann.
Indverjar eru eins viðkvæmir fyrir andlegum hlutum,
eins og segulnálin fyrir aðdráttarafli segulskautsins. Á
einum stað fór nefnd hindúa þess á leit, að engar spurn-
ingar yrðu í fundarlokin, »því að«, sögðu nefndarmeiin,
»það raskar hinum fagra, andlega hugblæ fundanna«.
Eitt kvöld sá ég, að prófessor nokkur, hindúskur, fór út
eftir ræðuna, þegar spurningarnar hófust. Þegar spurn-
ingatíminn var úti og ég stakk upp á, að vér enduðum
*) Sbr. útskýringuna á orftinu »löstur« í greininni »Arfur nor-
rœnnur heiðni« í »Jörð« II.