Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 182
166 HINN ALMENNI MENNTASKÓLI [Jörð
hjarta í báðum sló. Af sama eldi augun brunnu, en allar
taugar skulfu af fró. Heitar varir eiða unnu í unaðsfullri
sæluró«. Þetta dýrlega stef Davíðs frá Fagraskógi er að
vísu ort um sjafnarást, en það á við tvímenning allrar
sannrar ástar á þeim stundum, er hún nýtur sín tiltölu-
lega frjálst — þegar elskendurnir njótast. Móðir og barn
er ekki síður en karl og kona, er unnast, til dæmis um
hinn mest gagntakandi tvímenning, sem orkar meiri lífg-
un og göfgun í fari manna, meiri árangri í lífsátt en jafn-
vel nokkuð annað. önnur dæmi um tvímenning er samfé-
lagið milli föður og barns, milli systkina, milli vina. Guð
og maður mynda fullkominn tvímenning, þegar bezt
gegnir.
Heimili eru frumurnar, sem hinn mikli líkami, þjóðfé-
lagið, er myndað af. Þau verða skiljanlega að vera heil og
hlý og fögur, ef að þjóðfélagið, sem byggt er úr þeim, á
að geta verið þróttmikið og göfugt. Allir menn, að segja
mál, lifa í heimilum. Þar eru kynslóðirnar endurnýjaðar
og að miklu leyti aldar upp. Grundvöllur heimilanna cr
hjúskajywrinn. En hann fellur vitanlega undir tvímenning.
Og þarf ekki að útlista hér, hve mikið er í húfi fyrir heim-
ilin í heild og þá ekki sízt börnin, að hjónabandið sé heil-
brigt. Hitt mætti taka fram, að allir, sem taldir eru hafa
kunnugleika á þessum efnum öðrum fremur, eru sam-
roála um, að ónóg þekking spilli til verulegra muna meira
eða minna hjúskap flestra. — í þessu sambandi er líka á-
stæða til að minna sérstaklega á umgengnina við börn og
jafnvel gamalmenni og sjúklinga.
Byggðarlagið er hinn stóri hringur, sem takmarkar
bein áhrif flestra; hinn stóri hringur, sem heimilið er
miðdepillinn í. Að því er byggðarlagið snertir, þá koma
einkum tvö sjónarmið til greina: hin persónulega um-
gengni og hin félagslega afstaða (þar á meðal starfsemi
mannsins).
Þjóðfélagið. Þar er hin félagslega afstaða yfirgnæf-
andi. Maður getur ekki fundið eðlilega til ábyrgðar sinn-
ar gagnvart þjóðfélaginu, nema félagsleg sjónarmið séu
orðin honum mjög töm.