Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 87
Jörð] NÁTTÚRA OG SIÐMENNÍNG 81
lægra haldi. Guði er eigi þóknanlegt siða-tildur trúar-
-dýrkunar • guð-hræddra, »trúaðra« manna. — Honum
stendur eigi á sama um, að sömu menn skuli vera
»hjarta«-lausir • gagnvart »skepnum«, og hver gagnvart
öðrum; en í »hjarta« stað • meira eða minna fullir af
eigingirni, sjálfselsku, úlfúö og grimmd.
JESÚS — þessi dásamlegi Gyðíngur — var og er
fyrst og fremst kærleikur, barmafullur af elsku • til
eymdar jarðlífs. Þess vegna er hann ekki Gyðíngur, held-
ur allra þjóða Jesús og samlandi • alltaf úngur, lifandi,
líknandi, þótt Hann hafi ekki grófgerðan efnis-líkama —
eins og jeg og þú — alltaf öllum nálægur, sem í sann-
leika eru á sama andlega »bylgju«-leingdar stuttleika
(fínleika) — sem Hann. Nú geta menn, í miöstöð and-
legs hjarta síns, tekið á móti máli Hans, heyrt Iiann,
sjeð Hann — hvar sem er á jarðríki og hvaða túngu-
mál sem þeir mæla. Talað við Hann, sem er, sem reyn-
ist þeim, er þrá Hann og á kalla — ekki með vörum,
heldur í sálar-hjarta — bót allra meina þeirra. Hann
verður konúngur brœðralags mannkyns Jarðar, um ald-
urogævi jarðlífs • manna,þegar þessi siðmenníngar hern-
aðar-ósómi, efnis-eitrunar og sálarlífs — er liðinn hjá,
sem martröð og illur draumur, sem svartur skýja skuggi,
er byrgir fyrir andlega al-lífs sól og kærleiks-skin henn-
ar, heillandi, lífgandi, ljós og gleði færandi, gæfu og
geingi veitandi.
Kristur lifir ekki í þjer, nema þú lifir í Honum. Krist-
ur lifir ekki í þjer, nema þú sjert fórnfús og hjálpsam-
ur, ekki sérstaklega í stóru broti, heldur í byrjun fyrst
og fremst í minnstu atvikum. Hvernig getur þú verið
mikill í því mesta, ef þú ert núll — ekki neitt —
í því, sem lítið er? Ef þú vanrœkir hið smáa góða,
hvernig getur þú þá orðið krafta-maður í góðverka þrek-
raunum? Elskir þú eigi jarðlífið í smáu sem stóru, þá
er þjer nokkuð mikið áfátt í þessari jarðvist þinni.
Treystir þú eigi framtíð jarðlífs þróunar, þá átt þú
ó