Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 50
48
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
mannssálinni, sem þráir órofa og eilífa sameiningu við hinn Eilífa
Anda, sem nær út yfir öll takmörk rúms og allra þekktra hlutfalla?
Er heimurinn hættulaus fyrir Krist? Haldið þér ekki, að Krist-
ur yrði krossfestur, ef hann kæmi í dag meðal kristinna þjóða
Jarðarinnar?
Er hægt að verða kristinn án skímar?
Álítið þér að það sé nauðsynlegt, til þess að verða sannur og
algjör fylgjandi Krists, að þekkjast kristnu trúarsetningarnar?
Eruð þér sammála frakkanum, sem skilgreindi trúarsetningar sem
lifandi trú hinna dauðu og dauða trú lifendanna?
Má benda á það í allri auðmýkt og virðingu, að það er nauðsyn-
legt að prédika Krist fyrir Indverjum í stað kristindóms?
Er endurlausnarhugmyndin einkahugmynd Kristindómsins og
ókunn öðrum trúarbrögðum? Álítið þér ekki að hugmyndin um
Guð sem vin og förunaut sé viðkvæðið í kenningum þeirra stefna
á Indlandi, sem fylgja ekki einhyggjunni, svo sem Vashnavstefn-
unni?
Ef að Kristindómurinn er vel fallinn til að verða trúarbrögð
fyrir alla menn í heimi, hver eru þá þau sannindi, sem hann flytur
fremur og umfram það, sem önnur megintrúarbrögð, svo sem Hin-
dúatrú og Búddha.trú, hafa kennt?
Ef það er nauðsynlegt trúarbrögðum, svo að þau geti gjört
kröfu til þess, að allir menn í heimi veiti þeim viðtöku, að þau tali
til allra manna hverskonar sem eðlisfar þeirra er og lyndiseink-
unn, hefir þá ekki Hindúatrú, sem vísar á þrjár leiðir, sem sé,
Gnana*), Karma og Bhakti, meiri rétt til þess heldur en Kristin-
dómurinn, sem bendir aðeins á eina leið kærleika og Bhakti?
Fullnægir ekki Hindúatrúin, sem kennir oss að trúa bæði á
persónulegan og ópersónulegan Guð betur mönnum, sem eru sumir
á háu þroskastigi og aðrir á lágu þroskastigi, heldur en Kristin-
dómurinn, sem kennir oss aðeins trú á persónulegan Guð?
Hvernig getur Kristindómurinn átt erindi til Indverja, sem líta
fremur öðrum á lífið og vandamál þess frá andlegu sjónarmiði, þar
eð það er á allra vitorði, að efnishyggja, óhóf og drykkjuskapur
hafa farið í kjölfar hans?
Hvernig getur Kristindómurinn verið vel fallinn til þess að
fullnægja hinum heimspekisinnaða Hindúakynflokk, þar eð hann
hefir ekkert heimspekikerfi að bakfelli, en einungis Guð fagurrar
breytni?
Ef að Jesús er einungis Guð-maður eins og þér sögðuð í gærdag,
hverjar réttmætar kröfur hefir hann þá umfram -aðra jafnmikla
Guð-menn svo sem Búddha, Rama, Krishna eða Pramahamsa, til
þess að verða fræðari allra manna í heimi?
*) Frb. dsjnana: vegur þekkingar; Karma: vegur framkvæmda;
Bhakti: vegur ástar.