Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 230
214
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
[Jörð
Þá leit hún á mig í fyrsta sinn með stóru, sorgbitnu
augunum og hinn andvana blær sem yfir andlitinu var,
var horfinn, og ég hugsaði meö mér, að þegar allt kæmi
til skjalanna, myndi hún vera hjartagóð kona. En þeg-
ar ég kvaddi húsmóðurina, sagöi ég henni, að við þessu
tilfelli kynni ég ekki ráð, og sennilega ekki Dr. Charcot
heldur. En Dr. Philips væri rétti maðurinn, og frænka
hennar myndi að öllum líkindum fá fulla heilsu, ef hún
eignaðist barn.
JOHN varð ánægður þegar ég kom aftur, en mér
virtist hann magur og fölur frekar venju. Rósalía sagði
að hann hóstaði mikið á nóttinni. Hann hafði dálítinn
hita um kvöldið og ég lét hann vera í rúminu í nokkra
daga.
Einn góðan veðurdag, nokkrum vikum eftir að ég kom
frá Lundúnum, varð ég mjög hissa þegar ég sá ofurstan
enska sitja í biðstofunni minni. Kona hans ætlaði að vera
vikutíma í París, en lystisnekkjan átti svo að sækja þau
til Marseilles og síðan sigla um Miðjarðarhaf. Hann bað
mig að borða með þeim hjónum næsta dag og sagði að
konu sinni þætti vænt um, ef ég vildi sýna sér barna-
spítala á eftir. — Ég hafði ekki tíma til að borða með
þeim, en lofaði að sýna frúnni spítalana, og skyldi hún
koma og sækja mig eftir viðtalstíma minn. — Biðstofan
var enn full af fólki þegar hún kom í skrautlega vagnin-
um sínum. Ég sendi Rósalíu niður til hennar og bað hana
aö koma aftur eftir hálftíma eða, ef hún vildi bíða í mat-
stofunni þangað til ég væri búinn með skyldustörfin. —
Hálftíma seinna kom ég inn í matsalinn og þá sat John
í kjöltu hennar og hún var að sýna honum leikföngin.
— Hann hefur augun yðar — sagði hún. — Ég vissi
ekki að þér væruð giftur.
— Ég sagði, að ég væri ekki giftur. Hún roðnaði og
fór að blaða í nýju myndabókinni hans John. En svo
náði hún sér fljótt aftur, og spurði með venjulegri for-
vitni konunnar, hvort móðir John væri sænsk, hárið væri
svo ljóst og augun svo blá,