Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 52
50
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörö
þessi maður eða hinn færi að verða of gagnrýninn eða ef
visindin færu að verða of vísindaleg. Margir hinna heil-
ögu eru nú á tímum vandræðalega áhyggjufullir. Þeir
minna mig á trúboðskonu eina, sem varð mér samferða
heim á leið eftir mjög heitan fundartíma í hindúaleik-
húsi. Hún sagði: »Herra Jones! Ég er alveg örmagna lík-
amlega eftir þenna fund í kvöld«. Þegar ég spurði hana,
hverju það sætti, svaraði hún: »Ég skal segja yður. Ég
var alltaf á glóðum um, hvað þeir kynnu að spyrja yður
um næst, og var í óvissu um, hverju þér mynduð geta
svarað þeim; svo að ég sat þarna uppi á áhorfendapall-
inum og hélt með höndunum um bekkinn af öllum kröft-
um, og ég er orðin dauðuppgefin«. Það fer mörgum líkt
og þessari systur; þeir halda sér — í líkingu talað — í
sætunum af öllum kröftum af ótta við að Kristindómur-
inn falli í rústir við gagnrýnina.
Ég hefi ekki litla samúð með slíkum mönnum, því að
mér var alveg eins farið um langan aldur, eftir að ég kom
til Indlands. Umhverfi mitt var þrungið áleitinni gagn-
rýni. Ég fann hana smjúga inn í sálina í hvert sinn, sem
ég leit í ókristið blað og mig kenndi til. Svo rak að því,
að ég lét slag standa. Ég varð fús á að selja Jesúm heimi
staðreyndanna í hendur. Mér fór að skiljast, að það cr
aðeins eitt athvarf í lifinu ocj }>að er verideikinn, staö-
reyndir tilverunnar.*) Mér fór að skiljast, að ef Jesúsgetur
eklci staðizt eldraun upplýsinr/anna uvi staðreyndir, hverj-
ar sem þær eru og hvar sem menn hafa lcomizt að raun
um þær, þá væri hann ekki veruleikinn; þá væri því betra
þeim mun fyrr, sem ég gengi úr skugga um það. Þegar
ég í hjarta mínu gaf Jesúm á vald staðreyndanna, urðu
hér um bil eins gagngjörð umskifti á andlegum högum
mínum, eins og þegar ég gaf sjálfan mig honum á vald.
Þegar ég sleppti tökunum, varð mér svo um, að ég svo að
segja fann, hvernig ég bliknaði hið innra. Ég spurði sjálf-
an mig: hvernig fer nú? Mun fegursti draumurinn reyn-
ast blekkingin einber? Mér til unaðslegrar undrunar varð
1<) Auðkenning vor,
Rititj,