Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 89
JSrð]
NATTÚRA OG SIÐMENNÍNG
83
(Siöara innskot • en dagsett).
Hv ERNIG stendur á þeirri íslenzku — sjerstaklega norð-
íslenzku — allt að því Paradísar-veðráttu, sem ríkt hefur þetta
Herrans Krists ár — Annó Dómíni — 1933, átta fyrstu mán-
uði þess (þegar innskot þetta er prentað) ? Þekkíngar-vana og
sljó-skyggnir menn svara: Tilviljun tóm! Slíkt er svar skiln-
íngsleysis • eða fá-frœði. Tilviljun er hvergi til. Orð það ætti
því að strikast út, í öllum túngumála orðabókum. Allt að róta
rökum rennur • og að efstu Verund. — — Undur og ódœmi:
Norðanlands • ekki eitt einasta vorhret! í sumar hefur snjö
tekið úr fjöllum • frekar en dœmi eru til, svo menn viti. Gras-
spretta um land allt, með afbrigðum. Sólarhiti á Akureyri
mældur (af O. B.), nú og í fyrrasumar 54 stig Celsíus (— 130
stig Fahrenheit). Sunnanátt og sól nyrðra. Þurrkar og rekjur
skiftast þægilega á, en sunnan-lands súði og4 regn. Vetur, vor
og sumar : undur-fagrar og merkilegar — einkum hálofts —
skýja-myndanir tíðar, sem skyni-skorpnir menn, vart vita af.
Norðurljósum eitt sinn huldir % hlutar stjörnu-himins (Hof-
verji athugaði). — — — Náttúru-fyrirbrigði lagast, meira en
ætla mætti, í samroemi við • andlegrar megundar eðlis-gceði
(+ eða -f-), sem stafa frá, sem heima á og eiga, í Himnum
eða í Helvítum, endur-ómur • eða upptök, góðs eða ills. Jarð-
náttúran ymur oft, sem sleginn tón-streingur — tak eigi bók-
staflega orðið, heldur líkíngarlega — mannheims sálar-máttar,
á stað sem stund (bókstaflega!). Efnið er andans þjónn • og
mótunar-leir. Jafnvel manns sálar-kraftar, er sköpunar-magn,
ýmissra mynda jarðefnis í æðum innstu, í sjerstökum atvik-
um • og sálarstillingum daglegs lífs. — — Andlega skyggnir
menn • geta svarað spurníngunni hjer að ofan, liafi þeir at-
hugun • og' skilníng', ásamt með • sannri sjón.
Þegar mannkyn, í lifanda lífi, tekur á móti Himnaríki,
i hjarta sínu — fjöldi fólks er nú þegar nærri því —,
þá verður, smátt og smátt, gjörbreytíng á högum og eðli
alls og allra, jurtagróðurs sem dýraríkis-náttúru. Lífið
leingist smátt og smátt. Likaminn verður ljettur og stælt-
ur sem stálfjöður, og að lokum, sem er sama sem sú hin
sanna byrjun mannlífs, svífa menn um há-loftin blá, án
vjela-útbúnaðar, jafnvel með ógnar hraða. Hvert manns-
barn, sem sjö ára er, tekur fœðu sína úr loftinu, þá
sjaldan það þarf á henni að halda. Mikil og góð breytíng
verður á líffæra-kerfum mannsins, svo sem á hjarta-
og heila-starfseminni, á lúngum og andardrætti, á frá-
íærslu kerfi úrgángs- og neyzlu-efna líkamans, á heyrn
og sjón, á eitla-kerfi (t. d. á glandúla pínealis [á heil-
anum], á glandúla súpra-renalis [auka-nýrun], á glan-
dúla thyredidea [skjaldkirtill]) o. m. fl.
(Framhald á bls. 191).
6*