Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 258
242
ANDREA DELFÍN
tJöið
níers. Fólk streymdi að súlunni og frá henni aftur, nema
einstöku undirfurðuleg andlit, sem sáust aftur og aftur
undir bogagöngunum og gáfu gætur að svipnum á and-
iitum lesendanna. Andrea fór ekki varhluta af athygii
þeirra. En hann gaf öðrum rúm, jafnskjótt og hann
hafði rennt augunum yfir tilkynninguna, og sýndist það
ekki snerta hann fremur en hvern annan hlutlausan út-
lending. Fór því næst í hægðum sinum í gondál á Stóra-
síki og lét róa sig til hallar austurríska sendiheri'ans.
Þegar hann eftir töluvert langa ferð steig upp úr
gondálnum við höll þessa, er lá nokkuð einmanalega með
tvíhöfðaða örninn sinn*) yfir aðaldyrunum, hitti hann
svo á, að ungur maður var að drepa á dyrnar með dyra-
hamrinum. Leit hann við, er hann heyrði til gondálsins.
og birti yfir alvörugefnum svip hans, er hann sá, hver
kominn var.
»Þér eruö Delfín!« sagði hann og rétti Andrea hend-
ina, »hérna hittumst við þá. Kannist þér ekki við mig?
Eruð þér þegar búinn að gleyma kvöldinu góða við Gar-
davatnið ?«
»Eruð það þér, Rósenberg barón!« svaraði Andrea og
hristi hjartanlega hendina, sem honum var rétt. »Eruö
þér hér í Feneyjum til lengri dvalar eða eruð þér bara
hérna að ná yður í vegabréf?«
»Það má hamingjan vita, hvort stjarna mín leiðir mig
héðan nokkurn tíma«, svaraði hinn, »og ekki síður hitt,
hvort ég muni þá blessa hana eða bölva. Að því er snert-
ir vegabréf, þá verð ég varla í vandræðum með það, því
ég framleiði þau sjálfur. Þér skuluö nefnilega vita, kæri
vinur, að þér talið við einkaritara hans hágöfgi sendi-
herrans austurríska; og megið þér geta nærri, að ég
segi þetta ekki til þess að setja neinn landamæragarð á
milli mín og míns kæra samferðamanns frá Ríva, held-
ur yðar vegna, vinur minn; það er nefnilega ekki hvaða
feneying, sem er, hent að teljast kunningi minn«.
»Ég þarf ekki að óttast«, sagði Andrea. »Sé ég ekki
*) Skjaldaiinerki Austurríkis,