Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 253
Jörð]
ANDREA DELFÍN
237
Iiver af öðrum hafa sendiherrar erlendra ríkja komið
fram fyrir hertogann til þess að iýsa því yfir, hvað þá
hrylli við svo háskalegum glæp og bjóðast til að aðstoða
eftir föngum við uppgötvun ódæðismannsins. Þremenn-
ingarnir munu eftirleiðis starfa í enn meiri dul en áður;
og eftir því, sem mér skilst, verður lögð féfúlga til höf-
uðs morðingjanum, sem myndi nægja til að framfleyta
fátækling nokkur næstu árin. Opnið nú augun, hr. An-
drea! Hver veit nema við, kumpánarnir, eigum eftir að
drekka saman betra vín en á knæpunni á dögunum!«
Andrea hafði klætt sig án þess að mæla orð frá vörum
og fylgdi nú hinum skrafhreifa fyrirgreiðslumanni sín-
um til hertogahallarinnar. Samúele var þar eins og heima
hjá sér. Barði hann að óásjálegum dyrum í hallargarð-
inum, hvíslaði einhverju í eyrað á þjóninum, lauk upp,
og lét af kui'teisi Andrea ganga upp stigann á undan
sér. Þegar þeir á næstu hæð höfðu gengið langan, hálf-
dimman gang og höfðu gert grem fyrir sér við varð-
menn nokkura, var þeim vísað inn í herbergi, ekki mjög
stórt, sem sneri inn að garðinum og var skuggsýnt í því
af stóreflis gluggatjaldi. Innarlega í því gengu þrír menn
um gólf og hvísluðust á; voru þeir með grímur fyrir
andlitinu, og stóð broddurinn á hökuskegginu niður und-
an. Einn var grímulaus; sat hann við borð og skrifaði
við eitt kertaljós.
Sá leit upp, þegar Samúele kom með Andrea. Hinir
virtust ekki gefa þeim neinn gaum, en hvísluðust á í
ákafa eftir sem áður.
»Þér komið með útlendinginn, sem þér minntust á?«
spurði ritarinn.
»Já, yðar göfgi —«.
»Þér megið fara, Samúele«.
Gyðingurinn hneigði sig auömjúklega og fór.
Varð nú nokkur þögn á meðan ritarinn leit yfir skjöl
nokkur, sem lágu fyrir honum, og leit því næst lengi og
athugult á Andrea. Þá sagði hann: »Nafn yðar er An-
drea Delfín; eruð þér í sett við feneysku aðalsættina meö
þvi nafni?*