Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 198
182 TÍDÆGRA V. [Jörð
til að úrskurða þig dauðamann. Og jafnframt veður
hann á bæxlunum til aö flýta brúðkaupinu við Ifigeníu
þína, af óþolinmæði eftir þeirri ósegjanlegu sælu, sem
guðirnir héldu snöggvast upp aö augunum á þér og
hrifsuðu svo miskunnarlaust frá þér aftur, til þess að
reynd skyldi komast á um, hvort þú værir hennar verð-
ur. Ég skil vel, hvernig þér fellur aö hlusta á allt þetta;
en það er tilheyrandi kalki þeim, sem þér er bráðum ætl-
að að bera þér að vörum með náöugu fulltingi guðanna.
Ég veit, hvað þú kvelst, því forsjónin hefir reynt mig á
svipaðan hátt. Parímúndas á nefnilega bróður, sem hefir
í hyggju að svifta mig hamingju minni og ganga að
eiga Kassöndru, sem ég elska yfir alla hluti fram. Hitt
skaltu ekki láta þér til hugar koma, að ég taki því góð-
fúslega. Hvort heldur ert þú eða ég, þá eru ekki önnur
úrræði fyrir hendi en að nema ástmeyna á brott með
sverði í hönd. Þú hefir þegar sýnt, að þú hræðist ekki
mannsblóð, þegar friðsamleg málaleitun er að engu höfð.
Ef að þú ert reiðubúinn til að reyna aftur, þá vona ég
að sameinaðir kraftar okkar nái nái hinu þráða marki«.
Þá er Kímon heyrði þetta, endurlifnaði hugur hans og
dugur að fullu, og eftir litla umhugsun tók hann svo
tiJ orða: »Lysímakos! Ef að eru, þó ekki sé nema svolítil,
líkindi til, að laun mín verði þau, er þú hefir sett mér
fyrir sjónir, þá er þér óhætt að treysta því, að ég verði
þér dugandi og tryggur félagi. Segðu mér, hvað ég á að
gera, og þú skalt komast að raun um, að engin mót-
spyrna fær komið í veg fyrir, að ég leiði liið góða mál-
eí'ni okkar til farsælla lykta«. En Lysímakos svaraði:
»Eftir þrjá daga er meyjum okkar ætlað að flytja inn i
hús festarmanna sinna; sú er áætlunin. En þátttöku
okkar í brúðkaupinu hefi ég hugsað mér á þá leið, að
við brjótumst inn í salinn með stóran flokk harðsnúinna
drengja, þegar líður að kveldi, og tökum báðar konurn-
ar fyrir nefinu á gestunum og förum með þær til skips,
sem ég skal í laumi sjá um, að verði tilbúið, að létta akk-
erum umsvifalaust. Veiti nokkur viðnám, þá kljúfum við