Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 98
92
1 GAMLA DAGA
t Jörð
nð bíða, meðan ég færi heim að Ásum og sækti tæki til
þess að bjarga honum yfir um. Hann kvaðst ekki vita
hvort hann hefði lífið við að bíða þar, en ég- kvaðst verða
fjjótur. Settist Árni undir stein og beið.
Hljóp ég nú að Ásum og barði að dyrum. Kom vinnu-
maður til dyra, og spurði mig hvaðan ég kæmi. Ég sagði
honum hið sanna. »Það er ómögulegt«, sagði hann jafn-
skjótt. Ég bað hann að finna tvö löng borð og 2 reipa-
kapla og koma með mér, til þess að bjarga manni, sem
væri hinumegin við Vatnið. Brá hann við skjótt, fann 2
sex álna löng borð og reipi nóg. Flýttum við okkur nú
sem mest við máttum á móts við Árna. Gengum við frá
böndum á borðunum, lögðum þau á íshroðann á álnum og
náðu þau vart yfir. Slöngvuðum við nú bandi yfir á
tryggan ís, þeim megin, sem Árni var, sögðum honum að
koma og binda bandinu yfir um sig, við mundum halda í
hinn endann, síðan skyldi hann leggjast flatur niður á
borðin. Þetta gerði hann. Drógum við nú boi'ðin yfir og
Árna með, og komum honum heilu og höldnu heim að Ás-
um.
Ég fór heim að Búlandi um kvöldið. Eigi sá ég prest að
þessu sinni, en seinna heyrði ég að hann hefði látið svo
um mælt, að í þetta skifti hafi ég freistað Drottins.
TÍMARNIR eru nú breyttir. f stað þess að eiga í erj-
um slíkum sem hér er lýst og ýmsum fleirum óþægind-
um að mæta við ferðir og flutninga yfir Eldvatnið, ganga
nú menn og skepnur þurrum fótum yfir það á timbri og
járni. í ungdæmi mínu óraði víst engan fyrir, að á vatni
þessu yrði einhverntíma brú, auk heldur, að þær yrðu
tvær, sín lijá hvorum ferjustað.*)
LOKS skal geta þess, að margar hlýjar endurminning-
ar á ég frá bernsku- og æskuárum mínum í fæðingarsveit
*) Ásabrú er nú að falli komin og hefir ekki verið sett í brúalögin,
sem telja upp tugi fyrirhugaðra brúa, þrátt fyrir ákveðin lof-
orð í þá átt. Lítur helzt út fyrir, að margblessað »starf« hcnn-
ar eigi nú að afþakka, liitstj.