Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 207
Jöi-öj NÁTTÚRA OG SIÐMENNING 191
Náttúra og siðmenníng.
(Framhald frá bls. 83).
E G A R konúngur konúnganna — Jesús — á Efsta
degi • nefnir sína útvöldu — Guösbörn, hvernig mun
Hann gera þaö þá? Skyldi Hann spyrja menn um trú
þeirra? Mun Hann rannsaka, hverjir eru rjett-trúaðir
og hverjir ráng-trúaðir? Hverjir sjeu kristnir og hverjir
heiðíngjar? Hverjir lúterskir og hverjir kaþólskir?
Hverjir barnskírðir og hverjir endurskírðir? Hverjir
hafi haldið Sunnudaginn heilagan • og hverjir Laugar-
daginn, og svo framvegis í þaö óendanlega. — Nei, nei
og ónei! Á degi Dómsins skiftir konúngur konúnganna
sjer ekkert af t r ú. T r ú telur Hann þá utan veltu; þvi
að þar og þá * getur og má • ekkert að komast, nema það
hið aleina • lífs-nauðsynlega, sem er grundvöllur sjálfs
Himnaríkis, hvort heldur í Himnunum • eða í Himna-
ríki á Jörð, sem Jesús barðist fyrir að stofnsetja hjer.
Og í Dómnum (á Dómsdegi) snýst allt um þaö eitt, hvort
skilyrðum þeim hafi verið fullnœgt af hverjum einstak-
líng, eða ekki. í Dómnum er ekkert metiö til frelsis • eða
sáluhjálpar, nema eitt, aðeins eitt — kærleiksverkin við
auma menn. Auðvitað er það hár-rjett, þvíað í Himnaríki
hlýtur að ríkja alger jöfnuður í velfarnaði alls og allra.
En það er nú fyrst og fremst þad, sem allt af skortir
hjá siðmenníngunni sjálfbirgíngslegu og því eru sið-
menníngarríkin öll mismunandi stig ófarsældar, en ekki
nokkur minnsti snertur af jarðnesku Himnaríki. Jesús
kom til þess að berjast á uóti þessu ómannúðarlega á-
standi siðmenníngar, bæði þá • og fyrr og síðar. En ein-
mitt þetta lætur siðmenníngin inn um annað eyrað og
jafnskjótt út um hitt. Og því er »siömenníngin« svika-
mylla og vjelabrögð Fjandans sjálfs, til þess að koma í
veg fyrir eöa hindra endurlausnarverk Frelsarans, Jesú
frá Nazareth, en samt hampa með því ■ og þykjast hafa
á því mesta dálæti. En það er fals og fláræði, stjórnenda
siðmenníngar.
Það vill svo til, að í jarðlífi sínu sá herrann Jesús fyr-