Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 280
264
BRÉF
[Jöi-ð
Bréf
frá Einari Sigurfinnssyni bónda á Iðu í Biskupstungum
til Markúsar Jónssonar, fyrv. bónda á Bakkakoti í
Meðallandi.*)
Iðu 19. okt. 1982.
K Æ R I gamli góðvinur!
Alla tíma sæll og blessaður. Þótt lítill sé tími minn
nú um stundir til bréfaskrifta, verð ég að senda þér
fáar línur, fyrst ferðin fellur.
Fátt verður um fréttir, því hér ber mjög fátt til tíð-
inda, svo ég muni. En svo að á mér sannist orðtækið
»hver er sjálfum sér næstur«, þá byrja ég á því, að geta
um mína eigin hagi.
Mér líður vel, enda þótt sitt hvað drífi á dagana. Heils-
an er í heldur góðu lagi. Heimilisástæður eru góðar —
þ. e. a. s.: heimilisfólkið er vinahópur — fámennur að
vísu, en allir eitt í blíðu og stríðu. Og svo það, sem allra-
bezt er: fyrir Guðs náð á ég ástvininn eina, sem aldvei
bregst, og með honum gjöfina dýrustu, sem ofar er cll-
um skilningi.
Þetta sumar, sem nú er að telja út, hefir veriö mér
og mínurn nokkuð ervitt — svo ervitt, að varla mun það
mér í minni líða.
BRUNI bæjar míns kom sem þruma úr heiðskíru
lofti; urðu afleiðingarnar næsta stórkostlegar fyrir okk-
ur, þar sem mest allt það, sem í bænum var, fórst þarna
í einum svip. Stóðum við uppi allslaus, fatafá og matar-
Iaus; ekki til skeið, hnífur, bolli eða neitt til neins, nema
*) E. S. er Meðallendingur; M. J. er hálfníræður, blindur og kar-
lægur, en sem ungur maður í a-nda. Lánaði M. ritstj. bréf þetta
til birtingar, af ástæðum, er ekki verða teknar fram í neðan-
málsgrein þgssari. Vér biðjum E. S. velvirðingar á tiltæki voru.