Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 18
16
SAMÞYKKTIR
[Jörð
ÞESS skal getið um leið, að ritstjóri »Jarðar«, sem er
prestur þessa safnaðar, átti ekki neinn beinan þátt í af-
stöðu fundarins; því hann var þar hinn eini, sem taldi
koma til mála að fækka heldur prestum undir vissum
kringumstæðum. Sjálfstæð afstaða af hálfu alþýðu, sem
að ofan er skýrt frá, hefir þó haggað nokkuð við fyrri
skoðunum hans í því máli.
Tillögur,
samþykktar á iandsþingi kvenna í júní 1932, viðvíkj-
andi börnum og kirkju.
1. »Kvenfélög styðji að barnavernd, með því að vinna
að því, að í skólanefndir og barnaverndarnefndir verði
kosnar þær konur, sem hafa mestan áhuga á barnaupp-
eldi og bezta hæfileika og tækifæri til opinberra starfa á
því sviðk. 2. »Kvenfélögin taki þátt í fjársöfnun fyrir
barnahæli, með prestum landsins, aðstoði þá við sölu
merkja, fermingarspjalda og bóka, eða safni áskrifend-
um að föstum ársgjöldum«. — »Kvenfélög beini tillögum
og bendingum um barnavernd og barnahæli til barna-
heimilisnefndar Þjóðkirkjunnar«. 3. »Kvenfélagasam-
• band fslands vill styðja barnahælisnefnd Þjóðkirkjunnar,
með því, að gefa henni upplýsingar um heimili, víðsvegar
um land, sem gætu tekið að sér börn til uppeldis«. 4.
»Fundurinn ályktar, að mótmæla harðlega þingsályktun-
artillögu þeirri, um undirbúning til laga um fækkun
prestsembætta, sem samþykkt var í Neðri-deild Alþingis,
3. maí 1932«. 5. »Kvenfélagasamband íslands skorar á
barnakennara og skólastjóra, sem ekki geta aðhyllzt
kristindómsfræðslu í kennslustarfi sínu, að hafa ekki
barnakennslu og barnauppeldi fyrir aðra að lífsstarfi
sínu«. 6. »Annað Landsþing kvenna biður fulltrúana að
vinna að því, innan Sambandanna, að efla kristilega
starfsemi meðal barna og unglinga og vinna að því, eftir
getu, að hæfir menn starfi á þessum grundvelli í hverju
héraðk.