Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 278
202
NÚTÍMAMENNINGIN
LJörð
arsögunni: fráhvarfið frá náttúrunni, kólnun hins per-
sónulega kærleika, ófriðaraga, innanlandssundrung, hið
undarlega sambland af útvortis böndum og innra eirðar-
leysi, ærsl, hringl, eitur. Hitt er annað mál og breytir
varla miklu um holskefluörlögin, að nútímamenningin
hefir náð miklu lengra áleiðis og skilar væntanlega
meira, jafnvel miklu meira af nothæfum leyfum til
myndunar nýrrar menningar, en eldri tímabil menning-
arsögunnar gerðu.
Ekki verður heldur meö öllu talið óumflýjanlegt, að
þjóðir nútímamenningarinnar verði að ganga í gegnum
álíka Surtarloga og t. d. þjóðir hinnar grísk-rómversku
ménningar, — þó að likur séu til, að þær geti jafnvel
orðið margfalt ver úti. Verður engan veginn talið óhugs-
andi, að menningarþjóðum nútímans veitist slík eða því-
lík gifta, sem Páll postuli talar um í 2. Korinþubréfinu
með svofelldum orðum: »Vér... andvörpum, þar sem vér
þráum að yfir\dæðast liúsi voru frá himnum; vissir um
það, að er vér íklæðumst því, munum vér ekki standa
uppi naktír. Því jafnvel meðan vér erum í tjaldbúðinni
stynjum vér mæddir, af því að vér viljum ekki AFlclæð-
ust, heldur YFIRklædast, — til þess að hið dauðlega upg-
svelgist af lífinu«.
Þannig þrá þeir, er trúa á Krist og vænta endaloka á
»yfirráðum heimsdrottna þessa myrkurs«, svo að ég taki
mér enn orð Páls í munn, — þannig þrá þeir, sem hverj-
ir aðrir menn, ótrylltir, að mannkynið þurfi ekki að af-
klæðast, heldur hljóti það giftu Krists til að yfirklæö-
ast: Hið nýja menningartímabil megi færast yfir, en
nútímamenningin jafnframt hverfa, án þess t. d. að
Þjóðverjar hefni harma sinna með eldi og blóði; án þess
t. d. að Kínverjar og Indverjar sprengi ásamt blökku-
mönnum hvíta kynflokkinn svo að segja í loft upp um
leið og þeir varpa af sér oki hans; án þess að undirok-
aðar stéttir og drottnandi stéttir í hverju landi eti hver
aora upp í eigingirnissamkeppni; án þess að auðvald og
bolsjevismi nái fullri framrás á vegum hnefaréttar og
efnishyggju, heldur dvíni.