Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 286
270
SIGRÚN Á SUNNUHVOLI
[JÖl'ð
Rökkurskraf.
Sígrún á Sunnuhvoli — !
jþ VÍLÍKUR hljómur var í því nafni á æskuárun-
um og þegar í bernsku. Enn megnar ómurinn af því
aö mýkja hugann.
I.
SÁ ER þetta ritar las söguna, er svo nefnist, í fyrsta
sinn barn að aldri í þýðingu Jóns heitins ólafssonar í
»gömlu Iðunni« — sömu þýðingu og nú er nýkomin út
á forlagi Guðmundar Gamalíelssonar. Svo snilldarleg er
þýðingin, að maður hikar við að taka frumtextann sér
í hönd, hafi maður lesið þýðinguna fyrst; — en hvort
skyldi fyrsta snilldarverk Björnstjerne Björnson í skáld-
sagnagerö, fyrsta trúa sveitasaga, fyrsta hugljúfa ástar-
saga, fyrsta snjalla saga norskra bókmennta standa að
baki þýðingu, hversu vel, sem af hendi væri leyst!
Sigrún á Sunnuhvoli, Árni, Kátur piltur, Brúðkaups-
lagið, Davíð skyggni, Viktoría — hvílík hljómsveit æsku-
ásta! — allar norskar og allar þýddar á íslenzku á snilld-
arlegan hátt. íslenzk æska skuldar Noregi — hlut í
hjarta sínu. ísland á norsku skáldunum að þakka lilut
af hollustu æskulýðs síns við hugsjón. Noregur hefir,
öðrum fremur, stutt íslenzka æsku til ástar. Hann skuld-
ar Islandi ekkert, þegar allt kemur til alls. Heimskringla,
Eddur, dróttkvæði, fornaldarsögur, íslendingasögur —
Björnson, Ibsen, Lie, Hamsun, Kjelland, Garborg, Bojer,
Wildenvey, Sigrid Undset!
II.
Á FYRSTU tveimur þremur síðunum er sagan rót-
fest traustlega. Staðhættir, kynfesta, sveitarbragur,
heimilisbragur er eftir lestur þeirra orðið lesandanum
svo að segja runnið í merg og blóð. Hann þekkir orðið
fólkið svo, að honum kemur ekkert á ðv[irt, þó að hann