Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 229
BLÁEYGÐI DRENGURINN, JOHN
213
Jöl'ð]
cot hjálpað henni? Manni hennar þætti afar vænt um
hana og hún hefði allt sem hún gæti óskaö sér, fagurt
hús við Grosvenor Square og eitt af fegurstu og fræg-
ustu gömlu slotunum í Kent. Hún væri nýlega komin úr
langferö um Miðjarðarhafið á lystisnekkju, sem hún
ætti. Hún hefði hvorki frið né ró, þyti frá einum stað til
annars, eins og hún leitaöi að einhverju. Sorg, djúp sorg
byggi í augum hennar, og áður fyrri hefði hún haft
mikla ánægju af listum og jafnvel fengizt við að mála
sjálf, en nú hefði hún ekki ánægju af neinu, — kærði
sig ekki um neitt, — jú, eitt hugsaði hún um — hjúkrun
barna, og gæfi mikið fé til fátækra barna.
Þó mér væri það móti skapi, varð ég kyrr — en ég
var órólegur út af því að John hafði fengið illkynjaðan
hósta. — En frúin haföi gleymt að segja mér, að frænd-
kona hennar, sem sat við hlið mér við borðið var ein hin
fegursta kona, sem ég hef nokkurntíma séð. Ég undraðist
hið sorglega blik í stóru svörtu augunum hennar; það
var eitthvað dapurlegt yfir andlitinu öllu. Hún kærði sig
auðsjáanlega ekkert um mig og reyndi ekki heldur að
dylja það.
Ég reyndi hvað eftir annað að fitja upp á einhverju
að tala um, en gat ekki fengið hana til að hugsa um það.
En af hinum stuttu tilsvörum hennar sá ég að hún var
einhver gáfaöasta ung kona, sem ég hafði kynnzt. Mér
fannst helzt að skorta myndi hlýtt hjartalag — að hún
ætti ekki gott með að elska aðra en sig sjálfa. — Svo
reyndi ég aftur að hefja viðræðurnar og í von um betri
árangur en fyrr sagði ég, að ég hefði komið á barna-
spítalann í Chelsea eftir hádegið og mér hefði litizt stór-
um betur á mig þar en á barnaspítulum í París.
Hún sagðist alltaf hafa haldið að frönsku barnaspítal-
arnir væru ágætir.
Ég sagði henni eins og var, að það væri misskilningur
og' sagði henni ennfremur frá smábörnunum, sem flutt
væru út í sveitirnar og yfirgefin þar — svo skifti þús-
undum; og að meðferð franskra smábarna bæði á sjúkra-
húsum og heimilum væri skelfileg.