Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 84
78
NATTÚRA OG SIÐMENNÍNG
[iTÖi'ð
menníng hefur strandað á. í5-náttúran drepur siðmenn-
ínguna, sem eiginlega er marglitar froðubólur á yfir-
borðinu.
OFT verður barnánginn Mannkyn að lmjóta um þessar
leikfángs-völur sínar, borgir, áður en það vex í mann-
dómi, til Guðs ímyndar á Jörðu; það er þeirri menníngu,
sem eigi er ginníngar og tál. Eingin ástæða er samt • að
örvænta, eða leggja árar í bát. Hástig sannrar þjóð-
menníngar er, aö skapa eða þroska gervallt mannkyn í
mynd hinnar víðfeðmustu og fegurstu Guðs hugmyndar,
sem að sjálfsögðu veröur í innilegri sambúð við dýrð
og dásemdir náttúru Jarðar, utan borga. — Meinið hefur
verið og er, að mestu siðmenníngar-þjóðir fara einþykkn-
islega eftir kenjum og keipum yfirborðs-siðmenníngav,
meta meira mannasetníngar í einángruðum borgum, held-
ur en lögmál Guðs í óspjallaðri náttúrufegurð Jarðar. —
Þegar um líf og' þroskun alheims-hnattar, einsog Jaröar,
er að ræða, þá má uppistaðan eigi vera skammsýni og
ívafið eigi barnslegasta bráðlæti. Þroskaskeið menníngar
er eigi sex þúsunda ára, hvað þá tvö þúsunda ára gamalt.
Það er, eða verður, eigi einúngis sex miljónir ára, held-
ur, til dœmis að taka, sex miljónir alda. — Siðmenníngin
er gelgjuskeið menníngar-þroskans, enn lángan tíma. En
upp úr því vex • ódœma lángt, dýrlegt skeið, sannarlegs
mann-þroska. Varir, meðan menn • dvelja á brjóstum,
blessaðrar móður Moldar.
Auðmýkt og lítillæti barnsins, en eigi þótti og ofinetn-
aður vísindalegrar þekkíngar, er sjerkenni þeirrar menn-
íngar, sem átt getur von á laungu lífi og farsælu. Vart
er öðru líkara, en að vísindalegur siðmenníngar-hroki
nútímans sje eigi háfleygari en það, að hann trúi því
eigi, að mestu og beztu þjóðir siðmenníngar-landanna
komist nokkurn tíma svo lángt og hátt, að þær verði neitt
annað nje betra • en rándýr þau og morðvargar þeir,
sem þær nú óneitanlega eru, sjer til of lítillar frægðar.
Meðan svo fer fram, er óhjákvæmilegt • að siðmenníng-
in, með fráhvarfi sínu frá náttúrunni, haldi áfram