Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 160
144
I-IALLGERÐUR HÖSKULDSDÓTTIR
[ J örð
hana; en hún átti tæplega sök á því, sízt að öllu leyti. —
En þegar Hallgerður er dæmd, þá verður alls þessa aö
minnast, og á allt þetta að líta; annars verða dómarnir
enn rangir. Víkings-hreysti og hefndarhugurinn, sem
mörgum fornaldarmönnum, bæði konum og körlum, er
talinn til lofs og dýrðar, hann er fundinn Hallgerði til
foráttu; en það er ranglæti og hlutdrægni. Hallgerði hef-
ir líka efalaust veiúð innrætt annað í heimahúsum, held-
ur en það, að fólk af hennar ætt ætti aö láta »huridsa«
sig, sem nú er kallað, eða hafa sig að »hornreku«, eins
og Hallgeröur orðar þaö réttilega í heimboðinu á Berg-
þórshvoli.
Á heimili föður síns hefir hún lært það sem hið fyrsta
og æðsta boöorð, að hún ætti aldrei að hopa af neinum
hólmi, og hefna grimmilega fyrir allar mótgerðir. Þetta
var æösta siðalögmál þátíðarinnar, og það einkurn í
víkinga- og um leið höfðingjaættunum, sem hún var
komin af að langfeðgatali, og sem hún líktist út í yztu
æsar.
Þetta siöalögmál fornaldar er látið afsaka margt hjá
mörgum. Eg heyri engan áfella Hildigunni Starkaðsdótt-
ur þótt hún steypti blóðlifrunum yfir höfuð og herðar
Flosa á leið hans til Alþingis, eftir víg Höskuldar Hvíta-
nessgoða, til að særa hann sem allra mest til rækilegra
hefnda. Eg hefi aldrei neinn áfellisdóm heyrt felldan
yfir Þorgerði Egilsdóttur, þótt hún færi með sonum sín-
um í hefndarförina á hendur Bolla, til þess að ganga úr
skugga um, að Bolla yrðu að leikslokum engin grautar-
miskunn sýnd. öllum þykir líka eðlilegt, að Guðrún
ósvífsdóttir hefndi Bolla manns síns, og menn minnast
þess lítt henni tíl áfellis, að hún stofnaði til megnustu
lævísi og undirferli, og hafði manninn, sem hefndina
framkvæmdi að aumlegu ginningarfífli.
Öllum er kunnugt að þessar konur fara eftir siðalög-
máli sinnar tíðar og eftir því eru þær dæmdar, og fá
línkind í dómi. Hví má ekki Hallgerður dæmast hinum
sama dómi? Það er í dómum um konurnar, sem ég
nefndi, grafizt eftir hvötunum, sem stýrðu athöfnum